Þeir sem ekki hafa heyrt “Moby Dick” með Led Zeppelin ættu ekki einu sinni að fá að tjá sig um þetta mál!
Ég er sammála mörgum hérna, Abe Cunningham, Lars Ulrich, David Silveria eru allir mjög hæfir trommarar en við megum ekki gleyma gömlu goðunum, Keith Moon var jú góður en það fer virkilega í mig hvað fáir vita að “gaurinn 'anna í Led Zeppelin” hét John Bonham og var sá allra rosalegasti af þessum sem urðu einhverntímann frægir, en það sem fæstir vita er það að einu sinni áttum við Íslendingar efnilegasta trommara í heimi, og það eru sennilega enn færri sem vita hvað hann heitir, Gunnar Jökull Hákonarsson, Jökulinn eins og hann var kallaður var fyrst trommari í hljómsveitinni Flowers og seinna meir í Trúbrot þegar Flowers og Hljómar sameinast í súpergrúppu, hefur einhver haft fyrir því að hlusta á trommurnar í Glugginn með Flowers eða í Slappaðu af með Trúbrot, þetta er allt gert með einföldu trommusetti, maðurinn var ótrúlegur, honum var seinna meir boðið að verða trommuleikari súpergrúppurnar YES, en þá fór víst eitthvað í hausnum á honum og hann endaði bara inn á klikkó eins og margir aðrir snillingar (t.d. Van Gogh og David Helfgott).
Allir sem lesa þetta og blása á þetta af því að þetta er gömul íslensk tónlist, gerið mér greiða og hlustið á lögin, því þeta er alveg MJÖG flott afgreitt hjá honum.