Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað esé að gerast í íslensku tónlistarlífi í dag og þá sérstaklega rokkinu. Allir íslendingar vita það að sá sem á íslenska tónlist er herra Jón Ólafsson. En spurningin er hvað er sá maður að spá?? Hann er að gefa út alls konar óþverra og enginn virðist kippa sér upp við það. Skítamórall og Land og Synir eru góð dæmi um íslenska popptónlist sem að selur fullt hér á landi en kemur aldrei til með að meika það neins staðar annars staðar, en samt er maðurinn að hjálpa þessum böndum þó að hann viti þetta alveg. Það eru fullt af hljómsveitum sem að eru að gera mjög góða hluti og gætu alveg orðið stór nöfn tónlistarheiminum en verða það að öllum líkindum ekki vegna skorts á íslenskum útgefendum. Mér finnst persónulega að einhverjir útgefendur ættu að taka sig til og hjálpa íslenskum rokk böndum að komast áfram og einbeita sér almennilega að því. Ef að það eru einhverjir útgefendur sem að eru að gera þetta þá megið þið alveg endilega leiðrétta mig og benda mér á þá. Takk fyrir

Dice