Ég ætla að byrja þessa grein á að segja, að ég fíla margskonar tónlist, en hlusta þó mest á margskonar metal, hardcore og fleira.
Hef verið að taka eftir á þessu áhugamáli hvað margir eru þröngsýnir hérna. Fólk verið að halda því fram að hardcore sé verri tónlist tónlistarlega séð, og verið að skíta yfir hardcore í heild sinni. Það fólk ætti nú að kynna sér tónlistina betur áður en það dæmir alla tónlistarstefnuna. Vill nú líka benda fólki á að tónlist er smekksatriði, engin tónlist er betri en önnur, það er bara smekkur hvers fyrir sig, og það er frekar barnalegt að skíta yfir aðrar tónlistarstefnur. T.d. fíla ég ekki rapp, en það þýðir ekkert að það sé verri tónlist fyrir það, það er bara ekki minn smekkur, á sama hátt er noise, coral eða halim ekkert betri en andlát, það er smekksatriði.
Annars fannst mér Andlát vera langbesta bandið á músíktilraunum, voru frumlegir, gera eitthvað sem ekkert annað band (á íslandi a.m.k.) er að gera, noise fannst mér vera bein copy-a frá nirvana (ég fíla nirvana, en það vantaði frumlegleikann hjá þessum strákum), halím kunnu á hljóðfærin og allt, voru svosem ágætir, en röddin í söngvaranum eyðilagði þetta fyrir mér, coral man ég ekki eftir.
Rose skrifaði: “Harcore er ekki tónlist heldur bara eitthvað sem bjánar nota til að þykjast vera harðir og kúl.” eins og rose sagði."
Hvaða rétt hefur þú til að dæma hardcore til að vera ekki tónlist? (fyrir utan það að Andlát spila ekki hardcore) Þú dæmir tónlist útfrá þínum eigin tónlistarsmekk, sem er bara eðlilegt, en að skíta yfir aðra tónlistarstefnu þegar þú veist greinilega ekkert um hana er óendanlega barnalegt.
Örugglega margt annnað sem ég ætlaði að skrifa hérna, en bara man það ekki, en vona að þið náið ‘pointinu’… hlustið á það sem þið ‘fílið’, og ekki vera að skíta yfir hluti sem þið fílið ekki/kannist ekki við.