Temple of the Dog
Það er á mörkunum hvort þetta flokkist undir grein, en maður veit aldrei. Temple of the dog er hljómsveit sem gaf út disk í lok ársins 1990 sem einfaldlega hét Temple of the dog. Hljómsveitin var upprunalega stofnuð sem tribute band til söngvara hljómsveitarinnar Mother Love Bone, Andrew Wood, sem dó af Heróin óverdózi árið 1990. Merkilega við þessa hljómsveit er það að hún skartaði aðalsöngvaranum úr Soundgarden, Chris Cornell, sem aðal söngvara og síðan Pearl Jam rokkaranum Eddie Vedder sem BAKRÖDD. Ásamt þeim í bandinu voru Jeff Ament, bassaleikari, Mike McCready, gítarleikara og Stone Gossard gítarleikara, sem seinna joinuðu Eddie Vedder í Pearl Jam. Ament og Gossard voru upprunalega í hljómsveitinni Mother Love Bone og eru þeir því frumkvöðlar af Temple Of the dog bandinu. Á þessum tíma var Eddie Vedder óþekktur söngvari en ári eftir útgáfu Temple of the Dog gaf hann út Ten með Pearl Jam sem sannir rokkarar eiga. Það er lítið meira við þetta að bæta en það þekkist ennþá að Cornell og Vedder stígi saman á sviðið og taki nokkur vel valin lög af Temple of the dog. Þess má benda á að þekktasta lag Mother Love Bone er Crown Of Thorns(Chloe Dancer) sem að Pearl Jam coveruðu á jóladisk aðdáendaklúbbsins við mikinn fögnuð aðdáenda.