Violent Femmes - Add it up (1981°-1993)
Ég hálf skammast mín fyrir að hafa aldrei kynnt mér þessa hljómsveit almennilega. Og get varla sagt að ég viti nokkuð um þá. Og ég skammast mín líka fyrir að vera að fara að tala um Best of plötuna þeirra þar sem að þetta er eina platan með þeim sem ég á.
Violent Femmes hafa lengi verið þekkt tríó í Bandaríkjunum, fyrir frumlegar lagasmíðar, og hæfni þeirra til að semja lög sem eru svo frábrugðin því seinasta en hafa samt sama elementið.
Violent spila að mínu mati, New wave country folk punk ? til að flokka þetta niður í eitthvern undirflokk undirflokkana.
Hressir gæjar mjög.
Venjulega reyni ég að sleppa frá því að kaupa best of diska eftir bestu getu. Þar sem þeir endurspegla yfirleitt vinsælustu hittarana, en ekki endilega bestu lögin, Eitthvernmegin hef ég á tilfinningunni að málunum sé öðruvísi háttað á þessum disk, Jújú Vinsælustu lögin eru þarna, en inná milli eru lög sem ég hef aldrei heyrt áður.
Þessi diskur er allveg ofur förugur, og eitthvernmegin hef ég á tilfinningunni að bönd einsog The Strokes, The Hives, og bönd í þeim stýl séu undir áhrifum nýbylgju pönkarana í Violent Femmes.
Ég ætla að vera frekar stutt orður og segja að þessi plata er orðin föst í spilaranum mínum, Og á fullan rétt á því. Drullugóð Best of plata!
Toppar plötunar: Waitong for the Bus, Blister in the sun, Country Death Song, Jesus Walkin on the water, og 10 36- 24-36
Mæli með að rokkunendur reddi sér þessum grip, og lítill fugl hvíslaði að mér að hann sé á 1000 kall í skitunni, þó ég sé ekki að hvetja fólk til að versla við hana.