HIM
Sumarið 1995 í Helsinki, Finnlandi höfðu Ville (18), Mige (20) og Linde (19) lokið við skóla en vildu ekki fá sér vinnu strax. Þeir höfðu áhuga á því að geta framfleytt sér á tónlist svo að þeir stofnuðu hljómsveit með tveimur öðrum vinum sínum - Juhana Rantala (trommur) og Antto Melasniemi (hljómborð). Sveitin var kölluð His Infernal Majesty en vegna þess að fólk var stöðugt að spyrja þá hvort að nafnið tengdist djöfladýrkun (sem það gerði í fyrstu, en aðeins sem brandari) ákváðu þeir að kalla sig bara ‘HIM’. Um haustið árið 1997 tóku þeir upp plötuna “Greatest Love Songs Vol.666” sem var fyrsta platan og kynnti hún tónlistarstefnu þeirra sem var einskonar blanda af metal og popp melódíum. Á henni voru tvö cover lög (Wicked Game og (Don't Fear) the Reaper) og sjö frumsamin lög eftir sveitina. Tvö lög af plötunni komust inná topp tíu lista í skandenavíu, “Wicked Game” og “When Love And Death Embrace” Fljótlega eftir fyrstu velgengni HIM (vegna coveri þeirra á lagi Cris Isaaks, “Wicked Game”) urðu mannabreytingar í sveitinni. Trommarinn og hljómborðsleikarinn hættu en í staðin komu þeir Gas og Juska. 1999 fóru HIM aftur í stúdíó, eftir langt hljómleikaferðalag um Evrópu þar sem þeir höfðu spilað á yfir 150 tónleikum, til að taka upp “Razorblade Romance” sem var hljóðrituð í Rockfield Studios, þar sem lög á borð við Bohemian Rhapsody (Queen), (What's The Story) Morning Glory (Oasis) fæddust ásamt, eins og HIM eru duglegir að benda á, fyrsta breiðskífa Black Sabbath! “Razorblade Romance” var pródúseruð af John Fryer sem hafði áður unnið með White Zombie, Nine Inch Nails og Depeche Mode. Eina cover lagið á Razorblade Romace (sem var endurunnið af fyrstu plötu þeirra “Greatest Lovesongs”) er lagið '”Wicked Game” eftir Chris Isaak og er það eina lagið þeirra sem hefur fengið spilun hér á landi bæði í útvarpi og sjónvarpi. Fyrsti singullinn af “Razorblade Romance” var “Join Me” sem hét upprunalega “Join Me In Deth” en var endurskírt vegna þess að nafnið þótti of gróft og margir fjölmiðlar neituðu að taka það í spilun einungis vegna nafnsins. Lagið var notað í evrópsku útgáfu kvikmyndarinnar “The 13th Floor”. Þetta var stórt skref í sögu HIM og hjálpaði þetta þeim ekki einungis við að dreyfa tónlist sinni út um alla Evrópu, heldur líka til að ná topp sæti vinsældarlista ekki aðeins í Finnlandi, heldur Þýskalandi líka. Þeim tókst að selja upp á alla tónleika sína í Þýskalandi þó svo að flestir tónleikarnir hafi verið færðir í stærra húsnæði en upprunalega var áætlað að halda þá í. Nokkrar sjónvarpsframkomur hjálpuðu svo smáskífunni “Right Here In My Arms” að komast á topp 30 á vinsældarlistum í Þýskalandi. Stuttu eftir mestu velgengni HIM hætti hljómborðsleikarinn Juska í sveitinni. Finni að nafni Burton tók við af honum en hann hafði áður spilað með HIM en aðeins á tónleikaframkomum.Næsta plata þeirra kallaðist “Deep Shadows And Brilliant Highlights” og var hún gefin út 27. ágúst árið 2001. Þó að hún hafi ekki beint verið “flopp” seldist hún ekki nærri eins vel og Razorblade Romance. Hún var mun linari og poppaðari en hinar tvær og ákvað hljómsveitin að næsta plata yrði þyngri. Samt sem áður seldu þeir upp á alla tónleika á tónleikaferðalaginu sem á eftir kom. Á gamlárskvöld sama ár tilkynnti Ville svo að hljómsveitin ætlaði að taka pásu um óákveðin tíma til að vinna að næstu plötu og slaka á eftir langt og erfitt tónleikaferðalag. Í apríl 2003 gáfu þeir svo út plötuna “Love Metal” sem innihélt smáskífurnar “The Funeral Of Hearts”, “Buried Alive By Love” og “The Sacrament” sem slógu í gegn um alla Evrópu. Með útgáfu “Love Metal” komu þeir sér í fyrsta skipti almennilega á kortið í Bretlandi og héldu þar marga tónleika og tókst að selja upp á þá alla. Í apríl 2004 ákváðu þeir að gefa út greatest hits plötu í tilefni af tíu ára afmæli sveitarinnar og fékk hún nafnið “And Love Said No 1997-2004” og inniheldur hún tólf lög sem höfðu áður komið út á árunum 1997-2004 og tvö ný, auk þess sem að takmarkað upplag innihélt auka DVD-disk með live upptökum af nokkrum lögum af “Love Metal”. Nýu lögin eru titilagið “And Love Said No” og gamalt endurgert lag eftir Neil Diamond, “Solitary Man” sem var það fyrsta sem hefur komið HIM inn á topp 10 lista í Bretlandi. Um þessar mundir eru HIM á tónleika ferðalagi um Bandaríkin í þeim tilgangi að koma tónlist sinni inná bandarískan markað. Stefnt er á að næsta plata þeirra komi svo út árið 2005.