Jæja í gær fór ég í sérdeilis prýðilega ferð til Reykjavíkur, því að ég var að fara á tónleikana með Placebo. Þegar við komum að Laugardalshöllinni þá var biðröð alveg uppá Laugarveg eða allavega langleiðina. Hún gekk þó ágætlega þegar hún fór af stað. Við komum okkur fyrir nokkuð framarlega og biðum þar eftir að allt byrjaði. Maus stigu á svið á slaginu átta, og voru þeir helvíti þéttir, jafnvel bara bestu tónleikar sem ég hef séð með þeim. Þeir spiluðu í 40 mínútur bæði gömul og eitthvað af nýju efni líka. Þeir fá mjög góða einkunn fyrir sína frammistöðu. Svo tók við góð pása á meðan að það var verið að stilla upp öllu fyrir Placebo. Svo klukkan u.þ.b. c.a. akkúrat rúmlega níu byrjaði Placebo showið. Fyrsta lagið sem þeir tóku var Taste in Men, þar sem að “stage” hljóðfæraleikararnir byrjuðu, svo kom hljómsveitin, einn í einu inn á sviðið. Ansi hreint skondnir þessir tveir auka tónleikameðlimir, kall og kona svona bæði á fertugsaldri myndi ég giska á. Og þeim var stillt upp sitthvoru megin við trommusettið og voru bæði með hljómborð fyrir framan sig, þannig að lítið færi fyrir þeim, fengu ekki mikið ljósashow á sig, en svona rétt aðeins. Konan spilað bara á hljómborðið og svo líka tambórínu svona einstöku sinnum. Kallinn hins vegar spilaði á bæði gítar og bassa til skiptis við bassaleikarann, og svo spilaði hann eitthvað líka á hljómborðið. Mjög svo virðulegur kall í jakkafötum og maður myndi ekki trúa því að hann væri að spila með Placebo ef maður sæi hann útá götu. Hins vegar þá spilaði bassaleikarinn, hinn sænski Stefan Olsdal, eiginlega meira á gítar heldur en bassa, og spilaði meira að segja á hljómborð í einu lagi. Söngvarinn og aðal frontinn í bandinu Brian Molko var stífmálaður að vanda og hefði hvaða kona sem er dauðskammast sín við hliðina á honum. Þeir félaganir (Brian og Stefan) þurfa sjálfsagt engar grúppíur, þegar þeir hafa hvorn annan eftir tónleika. Stefan var nefnilega líka málaður um augun, með makara og augnskugga, svo var hann í glimmer hlírabol og með leðurbönd um hálsinn. Og sýndu þeir oft ansi samkynhneiðga tilburði, þó ekki á hvor öðrum. Fyrri hlutann af tónleikunum spiluðu þeir svona frekar óþekkt lög. Og það var ekki fyrr en eftir 9 lög að Brian sagði eitthvað, og sagði meðal annars að Ísland væri Fucking Amazing. Eftir það tóku þeir bara hittara sem að vel flestir þekktu, m.a. Special Needs, With Out I’m Nothing og Special K. Svo voru þeir nottla klappaðir upp þegar þeir “hættu”, uppklappið er nottla bara formsatriði. Tóku þá 2 lög til viðbótar en voru klappaðir upp aftur, og þá tóku þeir önnur 2 lög, og enduðu tónleikanna á Nancy Boy (af fyrsta disknum þeirra). Mér fannst samt að þeir hefðu mátt taka einhver coverlög, eins og Where is My Mind eða Bigmouth Strikes Again eins og þeir gera oft.
Já bara helvíti skemmtileg stemmning verð ég að segja og flottir tónleikar, spiluðu í tæpa 2 tíma. Og hafa þeir sjálfsagt haldið til Austurríkis í dag, en þeir eru að spila þar á morgun. Svo horfði ég á DVD diskinn þeirra (Soulmates Never Die – Live in Paris 2003) í dag svona rétt til að rifja upp stemmninguna frá því í gærkvöldi.
Svo ætla ég að setja hérna Setlistann, ég held að hann hafi verið nokkurn veginn svona:
Taste in Men
The Bitter End
Every You Every Me
Allergic
Protect Me From What I Want
Plasticine
Sleeping With Ghosts
Black Eyed
I'll Be Yours
Special Needs
English Summer Rain
Without You I'm Nothing
This Picture
Special K
-uppklapp 1-
Slave to the Wage
Pure Morning
-uppklapp 2-
Centrefolds
Nancy Boy