Þetta er ekki endasleppt. Loksins! Loksins er heimurinn að uppgötva þessa frábæru finnsku hljómsveit, sem hefur gefið út fimm stúdíóplötur. Þessi sveit spilar melódískt þungarokk en hefur það framyfir flestar hljómsveitir að hún skartar sópran söngkonu í broddi fylkingar.

Once, sem kom út 7. júní í Finnlandi, er þeirra fimmta plata og fór strax daginn eftir í platínusölu þar í landi hvorki meira né minna! Platan er núna einnig komin í Gull-sölu í Þýskalandi, og trjónir á toppnum á almennum sölulistum í 6 Evrópulöndum samtals, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Ungverjalandi og Slóveníu. Hún er ofarlega á sölulistum flestra hinna Evrópuríkjanna, og m.a. í 2. sæti í Svíþjóð!

Ég legg til að fólk kynni sér þessa plötu ekki síðar en núna ef þeir á annað borð fíla virkilega flotta rokktónlist.

www.nightwish.com er heimasíðan þeirra með nokkrum tóndæmum. Check it out!

Einnig er myndband þeirra á leiðinni í spilun á PoppTíví og Skjá einum, en þið getið séð það þegar á MTV Europe stöðinni. Það er þar í góðri spilun víst.

Þess má geta að platan fæst í Skífunni, Gaddi Metal Distro og fleiri stöðum eflaust.

Þorsteinn
Resting Mind concerts