Hvað getur maður sagt, ef þú ert sannur rokk aðdáandi er þessi plata skildueign!!!
Ég er búinn að bíða eftir þessari plötu frá því árið 2002 þegar ég las að Slash, Duff og Matt úr Guns N' Roses væru að koma saman aftur til að spila á tribute tónleikum fyrir Randy Castillo, það gekk allt mjög vel og stuttu eftir tónleikana ákveða þeir að stofna hjómsveit saman. Núna vantaði bara rithma guitarleikara og söngvara, þeir fengu fljótlega til liðs við sig Dave Kushner á gítar en Izzy Stradlin hafði verið að gera sig líklegan en ekkert varð úr því.
Núna hófst einhver lengsta og ýtarlegasta leit að söngvara sem sögur fara af, eftir að hafa hlustað á nokkur þúsund upptökur (mikið til af gaurum að reyna að syngja eins og Axl Rose) fengu þeir loksins rétta manninn í hlutverkið, Scott Weiland. Scott var áður í Stone Temple Pilots en það sauð eitthvað uppúr hjá þeim og ákvað hann að því að ganga til liðs við bandið sem á þessum tíma hafði ekki fengið nafn.
Eins hæfileikaríkur og Scottarinn er var hann líka heróin fíkill og tafði það gerð og útkomu plötunar ansi mikið en hann var oftar en ekki fastur inná meðferðarstofnunum og í ruglinu en platan var td tilbúinn í desember 2003 en kom ekki út fyrr en 7, júní 2004. Þessi bið var samt vel hennar virði og Contraband er að mínu mati ein allra besta rokk plata síðari ára, hún hefur enga veikleika (ekkert slakt lag) og er uppfull af flottum gítarririffum og sólóum og má með sanni segja SLASH IS BACK, motherfucker yeah, heh. Scott Weiland er heldur ekkert að fúska við þetta og skilar mjög góðum melodíum og textum sem fjalla sumir hverjir um þær afleiðingar sem neyslan hafði haft á hann og líf hans á síðustu árum, td í lögum á borð við Fall to Pieces sem er í rólegri kanntinum syngur hann - It's been a long year/Since you've been gone/I've been alone here/I've grown old/I fall to pieces/ I'm falling/ Fell to pieces and I'm still falling, sem fjallar um það þegar konan hans fékk nóg og henti honum út og sagði honum að koma ekki aftur fyrr en hann væri clean.
Ég ætla að lokum að skella með lagalista og einhverju smá um einhver lög, ætla samt að taka það fram að þetta eru allt miklir og góðir rokkarar nema 3 lög sem eru ballöður og ekki síður góð þannig að jamm, jamm, jamm.
01. Sucker Train Blues - Rokkari af bestu gerð með hörku sólói sem hefst á kraftmiklu öskri sem verður svo að sólóinu, það moment er snilld
02. Do It For The Kids
03. Big Machine
04. Illegal I Song - byrjunin (söngurinn) minnir mig mikið á Janes Addiction eitthvað
05. Spectacle
06. Fall To Pieces - Ballaða af bestu gerð, flott gítar mellodía
07. Headspace
08. Superhuman - Flott intro/riff sem minnir svoldið á Sweet child o' mine að því leiti að það er spilað í einum tón og er endurtekið oft
09. Set Me Free - Þetta er fyrsta lagið sem þeir sömdu saman, var gert sérstaklega fyrir myndina The Hulk í fyrra. Það er eitthvað aðeins mixað á disknum, kemur vel út
10. You Got No Right - Snilld, rólegt lag sem hefst á kassagítar, svo kemur Slash með all svakalegt sóló
11. Slither - Þekkja það flestir enda lag nr 1 á Billboard listanum
12. Dirty Little Thing
13. Loving the Alien (Sometimes) - Ballaða, þetta lag er mjög ólíkt öllum hinum lögunum á plötunni en frábært engu að síður inniheldur meðal annars flott, rólegt og tilfinningamikið sóló frá meistara Slash