Efnilegustu böndin á Íslandi í dag....
Nú fór ég að pæla, hvaða bönd ætli endist út unglingsárin og verði vinsælar hérna á Íslandi í framtíðinni af þessum fjölmörgu fersku böndum í dag.
Undanfarin ár hefur maður tekið eftir því að það að sigra Músíktilraunir Tónbæjar hefur ekki sömu rosalegu endurköst og það gerði hér áður fyrr. Frekar er spennandi að fara á Grand Rokk eða aðra bari og sjá ung og blönk bönd spila sína tónlist óháð, ég myndi segja að Músíktilraunir væri kannski fín leið til að kynna bandið og segja góðan dag, ekki mikið meira ef illa gengur í tilraununum.
Í dag eru bönd út um allt og flestir að reyna að komast á plötusamning. Þau bönd sem hafa vakið mesta athygli eru líklega Lada Sport, Jan Mayen, Lokbrá, Coral og Nilfisk, en Lada Sport lenti eins og áður hefur komið fram í 2.sæti í MTT. Aðrar má nefna Amos sem lenti í 3.sæti í fyrra í MTT, en mér finnst að þeir mættu spila oftar á stöðum og auglýsa.
Allar þessar hljómsveitir hafa það sameiginlegt að eiga þann draum um að “meika það” en spurninin er … munu þær gera það? Hvaða bönd eiga björtustu framtíðina? Trúið þið á framhald hjá þessum hljómsveitum eða eru þetta bara lítil bílskúrsbönd sem eiga eftir að “fade-a” út ?
Endilega komið með ykkar álit á þessum málum og ykkar bönd…