Masters of the universe festivalið 17.júní
17. júní
Gamla Sjónvarpshúsið Laugavegi 172
Ekkert Aldurstakmark
Húsið Opnar 17:00
miðaverð í kringum 1800 krónur
SHAI HULUD (USA)
GIVE UP THE GHOST (USA)
27 (USA)
I ADAPT
CHANGER
Give Up The Ghost hétu fyrst American Nightmare. Eftir aðeins tvö demó voru þeir farnir að túra um Bandaríkin og nafn þeirra var á allra vörum. Snarbilaðir tónleikar og nýtt sánd í korið sem virtist vera að drukkna í sínu eigin metal-daðri. Þeir komu inn eins og ferskur vindur með einföld lög, hröð, hörð og to the point. Tekið var eftir textunum sem voru sérstaklega tilfinningaþrungnir og persónulegir. Nokkrum misserum síðar voru komin hundruðir American Nightmare wannabe bönd. Þannig er það. Nafnabreytingin kom til vegna þess að fyrra nafnið misstu þeir í málaferlum. Á nýjust plötu sinni hafa þeir bætt melódíum og meiri dýnamík við sinn áður óaðfinnanlega tón.
Give Up The Ghost eru brautryðjendur. Þeim langar að spila aftur fyrir okkur og munu gera það 17. júní. Og þú verður viðstödd/viðstaddur.
SHAI HULUD
Tónlist Shai Hulud er vitnisburður um ákefð, ástríðu og einlægni. Á meðan metal og hardcore senur víðsvegar rembast við að búa til tóna úr leifum þeim sem hin og þessi trend hafa skilið eftir sig í gegn um árin, tekst Shai Hulud að bera fram uppgerðarlausa og sanna plötu - That Within Blood Ill- Tempered. Platan sýnir án nokkurs vafa, aðdráttaraflið, ljóma, áhrifarmáttinn sem gott metalcore getur haft. Shai Hulud eru best til þess fallnir að viðhalda hljómnum sem þeir í upphafi sköpuðu og endursköpuðu svo.
27 er fjögurra manna rokksveit sem leikur sér með formið þar til út kemur dreymið og chillað ambient rokk, stundum minimalískt, stundum djassað undir rödd söngkonunnar og gítarleikarans Marie. Fyrsta breiðskífan “Songs from the edge of the Wing” kom út hjá Relapse, sú seinni “Animal Life” annarsstaðar og nú er að koma út smáskifan “Let the Light In” á Hydra Head. 27 hafa túrað mikið með Isis og fleiri hljómsveitum úr hardcore og metalgeiranum og koma hingað af tónleikaferð með Isis um Japan og England.
Hafið í huga að flest af þessum böndum koma með fullt af varningi með sér svosem geisladiska, boli og þessháttar, þannig að ekki gleyma seðlunum.
Nánari upplýsingar og hljóðdæmi með hljómsveitunum er að finna á http://www.motu-fest.org/