Þann 5. Júní munu rokkunnendur fá skammtinn er Brain Police og hinir sænsku Dozer munu leiða saman hesta sína á Gauk Á Stöng.
Vart þarf að kynna Brain Police fyrir íslenskum rokkunnendum en þeir hafa verið í fremstu röð íslenskra rokksveita um árabil. Dozer var hampað í tímaritinu Entertainment Weekly á dögunum, og var skipað í sama bás og Queens Of The Stone Age, Monster Magnet og Fu Manchu. Einnig setti tímaritið Metal Hammer nýjustu skífu sveitarinnar “Call it conspiracy” á top 20 breiðskífulista sinn fyrir árið 2003. Lag þeirra “Rising” er einnig að gera það gott á X-Dominoslistanum á Xinu977 þessa dagana.
Dozer er einnig í miklu uppáhaldi hjá Brainurum og verða á þeirra vegum hér á landi. Vilja Brainliðar með þessu breiða boðskap rokksins og vona að sem flestir komi, sjái og hlýði á alvöru rokk í góðum fílíng.
Tónleikarnir verða haldnir á Gauk á Stöng 5 Júní. Fyrri tónleikarnir byrja Kl 17:00 og verður ekkert aldurstakmark á þeim. Síðari tónleikarnir hefjast Kl 21:00 og verður á þeim 18 ára aldurstakmark. Kostar 1200 Kr á báða tónleikana.
Semsagt:
Gaukur á Stöng
5. Júní
Dozer
Brain Police
17:00 - Ekkert aldurstakmark
21:00 - 18 ára aldurstakmark
1200 K