Jimi fæddist í þorpi fyrir utan Seattle árið 1942 og var skírður Johnny Allen Hendrix, en fljótlega var nafni hans breytt í James Marshall Hendrix eftir frænda hans er dó skömmu áður. Hendrix ólst upp í hverfi hvítra. Foreldrar hans skildu 1950 og var Hendrix mest hjá ömmu sinni á æskuárunum, en hún var hreinn Cherokee indjáni. Þegar Hendrix var aðeins 15ára lést móðir hans, Lucille, og hafði dauðinn tölverð áhrif á hann.Móðir hans var mesti innblástur á ljóðagerð. Hendrix var mjög feiminn og lokaður strákur. Þegar hann var 12 ára gaf pabbi hans honum fyrsta rafmagnsgítarinn. Hann var algerlega sjálflærður. Hann gekk í skólahljómsveit og byrjaði að fikra sig áfram í gítarleik.
Árið 1961 fór hann í fallhlífadeild í hernum en 14 mánuðum síðar var hann látinn laus úr hernum vegna meiðsla eftir stökk, honum til mikilla ánægðu enda var hann mikill herandstæðingur. Á næstu þremur árum eftir hermennsku lék Hendrix með öllum þeim hljómsveitum sem vildu eitthvað með hann hafa, t.d Ike og Tinu Turner, Little Richard og Isley Brothers. Fyrri hluta ársins 1966 var Hendrix aðallega að spila með hljómsveitini Jimmy James and the Blue Flames og voru þeir eitt kvöldið að spila á Cafe Cha í New York.Linda, kona Keith Richards í Rolling Stones tók eftir Hendrix og sagði Chas Chandler bassaleikaranum í the Animals frá honum. Hann fór strax á tónleika með honum, og fannst alveg frábært og alveg fáránlegt að hann skyldi vera lausráðinn.
Chas Chandler hafði strax samband við Hendrix og vildi fá hann til Bretlands. Ekki var það erfitt, því það eina sem Hendrix vildi fá var að hitta Eric Clapton og Jeff Beck og ekki var erfitt fyrir Chas að koma því í kring, enda góður vinur þeirra beggja. Þeir fóru svo til London og fljótlega fór Chas Chandler með Hendrix á klúbb þar sem Cream var að spila og kynnti hann fyrir Jack Bruce og Eric Clapton. Clapton sagði að Hendrix hefði verið virkilega feiminn. Þeir báðu Hendrix um að spila eitthvað fyrir sig og tók Hendrix lagið „Killing floor” með Howling Wolf og spilaði það á rétthendan rafmagnsgítar en hann var örvhentur, svo að allt snéri öfugt. Þegar Hendrix var búin að spila Killing floor sagði„Eric Clapton aldrei hafa verið samur eftir það”. Skömmu eftir þetta (1966) fór Chas Chandler sem var þá orðinn umboðsmaður Hendrix að setja upp hljómsveit með Hendrix. Margir sóttu um stöðu, en Chas valdi Noel Redding (áður gítarleikari) til að leika á bassa og Mitch Mitchell á trommur en hann hafði frekar villtan trommustíl sem minnti aðalega á trommustíl Ginger Baker sem var trommari Cream. En hljómsveitin fékk nafnið Jimi Hendrix Experience.Jimi Hendrix Experience byrjaði að spila á frekar litlum klúbbi í London en áhuginn á þeim varð strax mikill, og fór flesta fræga fólkið að sjá hann eins og t.d John Lennon, George Harrison og Mick Jagger. „Mick Jagger sagði til dæmis við fréttafólkið afhverju eruð þið að taka viðtal við mig þegar þið hafið Jimi Hendrix fyrir framan ykkur”. Þetta ýtti allt undir fljóta frægð hans. Þegar Hendrix var að ljúka upptökum á annarri smáskífu sinni með laginu „Purple Haze” á, áttu þeir 20 mínútur eftir af stúdiótímanum, Hendrix hafði samið lagið „The Wind Cries Mary” kvöldið áður og sýndi hann Noel og Mitch það og sagði þeim í hvaða tóntegund það væri og hvernig hraðinn væri og tóku þeir það upp á 20 mínútum og þetta var útkoman „Puple Haze” og „Wind Cries Mary” fóru strax á topp tíu í Bretlandi. Fyrsta tóneikaferðalag þeirra var vorið 1967 með Cat Stevens. Þeir gáfu út fyrsu breiðskífuna sína í maí 1967 og hét hún „Are You Experience” og náði hún góðum vinsældum og varð t.d. í 2 sæti á eftir Sgt Pepper Lonley Heart Club Band, ekki slæmt. Í júní 67 átti að halda stóra hátíð í Californíu, stjórnandi hátíðarinnar var John Phillips í „Mamas and the Papas”. Þegar hann var að setja upp hátíðina bað hann Paul McCartney að vera með sér í stjórn hátíðarinnar, en Paul sagðist ekki mæta nema Hendrix væri að spila, og úr varð að Hendrix var á tónleikunum. Á hátíðinni voru 50.000 manns og bar hún nafnið Monterey. Honum var tekið frábærlega, fólk var einróma um að hann hefði verið maður hátíðarinnar en á henni voru hljómsveitir á borði við Jefferson Airplane, Janis Joplin , Miles Davis, og Ottis Redding er lést nokkrum dögum eftir hátíðina.
Eftir Montery þá hlóðust á þá allskyns tilboð, og fóru þeir t.d að spila á Filmore East frægum vesturstrandarklúbbi. Og síðan fengu þeir stóran samning um að fara á tónleika ferðlag með The Monkeys. Are you experience og Axis Bold as Love voru báðar gefnar út 1967 en Electric Ladyland var gefin út 1968. Plötunar allar voru gerðar á 60-80 stundum í studió en það þykir mjög stutt. Stuttu eftir útgáfu plötunar Electric Ladyland voru hljómsveita meðlimir farnir að nota mikið af eiturlyfjum og samband á milli Hendrix og Noels farið að stirðna. Chas Chandler meikaði ekki meira af svona ástandi og taldi það besta sem hægt væri að gera í stöðunni væri að hætta og gerði hann það og fór aftur til Bretlands. Síðustu tónleikar Expirienced voru í Denver 1969 í júní, Hendrix tók þá ákvörðun og þannig séð rak Noel Redding. En Mitch spilaði eitthvað með honum meira t.d. við tökur á plötunni „Cry of Love” og Woodstock. En síðan stofnaði Hendrix hljómsveitina „Band of Gypsis” með fyrrum vini sínum úr hernum. Á bassa var billy Cox og Buddy Miles á trommur og voru þetta allt menn með svartan hörundslit. Þeir gáfu út aðeins eina plötu „live” á gamlárskvöld 1969 og á henni voru sex lög. Hendrix kom til Englands í ágúst 1970 til að spila á Isle of Wight festival þar sem 600.000 manns voru á svæðinu ásamt Bob Dylan, The Who, Leonard Cohen, Free, The Doors o.fl.
7 eða 8 dögum áður en Hendrix dó fór hann að hitta Chas Chandler og bað hann um að vinna með sér aftur eftir nokkra mánaða aðskilnað. Chas tók vel í það og sagði honum að fara til Nex York og ná í upptökur sem Hendrix hafði verið að vinna að og hitta sig síðan í Newcastle. Jimi Hendrix var aðfaranótt 17.september 1970 í Notting Hill í íbúð vinkonu sinnar Monicu Dennerman.Frekar seint um kvöldið fóru þau að sofa en um morguninn fann Monica hann meðvitundalausan og hringdi á sjúkrabíl, Hendrix dó skömmu síðar á St. Mary sjúkrahúsinu þann 18.september 1970. Líkskoðari lýsti dánarsök, hún var innöndun ælu vegna svefnpillu og áfengisdrykkju. Jimi Hendirx var jarðaður í Seattle 1 október 1970 og var hann aðeins 27 ára gamall er hann lést.