Bandaríska hljómsveitin TRAGEDY er án efa eitt stærsta og áhrifamesta DIY pönk band síðustu ára og eru nú þegar orðnir legendary meðal neðanjarðar pönkara um allan heim. Þeir munu koma við á Íslandi dagana 14-15 maí til að spila á tveim tónleikum:

Menningarhús Hafnafjarðar
Föstudaginn 14. maí
kl. 19:00 - Aðgangseyrir 1000 kr. ALL AGES
TRAGEDY (usa)
GORILLA ANGREB (dk)
Andlát
I Adapt
Dys
Hrafnaþing

Grand Rokk
Laugardaginn 15. maí
kl: 22:00 - Aðgangseyrir 1000 kr. 20 ára aldurstakmark
TRAGEDY (usa)
GORILLA ANGREB (dk)
Hryðjuverk
Forgarður Helvítis
o.fl.



TRAGEDY eru engir nýliðar heldur hafa verið að þjösnast í DIY pönk senunni árum saman í hinum ýmsu hljómsveitum og eru sumar þeirra löngu orðnar goðsagnakenndar og hafa haft gríðarleg áhrif á þróun neðanjarðarpönk tónlistar. Meðlimir TRAGEDY hafa m.a. verið í/eru í:
His Hero Is Gone, Uranus, Severed Head Of State, From Ashes Rise, Deathreat, Warcry, Call The Police, Funeral og ótal fleiri.

Plötur TRAGEDY hafa selst í tugum þúsunda eintaka sem má teljast mjög gott fyrir neðanjarðar hardcorepönk hljómsveit en þeir gefa efnið sitt út sjálfir í Bandaríkjunum en í Evrópu eru þeir gefnir út af Skuld Releases í Þýskalandi sem er eitt virtasta neðanjarðar pönk útgáfufyrirtæki Evrópu. Heimasíða Skuld er að finna hér: www.skuldreleases.de

Ásamt því að vera í öllum þessum hljómsveitum þá finna þessir menn sér tíma til að reka plötuverslun í Portland, Oregon fylki í Bandaríkjunum (www.brickwallrecords.com) og tvö útgáfukompaní: Partners In Crime og Feral Ward (www.feralward.com) en FW hefur m.a. gefið út Disfear, Wolfbrigade og Born Dead Icons svo fátt eitt sé nefnt

TRAGEDY hafa gefið út eftirfarandi plötur:
self titled LP
Can we call this life? 7“
Vengeance LP
split m/ Totalitar 7”

Tónlist TRAGEDY er hratt, kraftmikið hardcore pönk á sænska vísu með melódískum innskotum. Mér hefur oft dottið í hug að líkja þeim við blöndu af d-beat pönkbrjálæði Discharge, sándi og ofsa Entombed, melódíum sem ég veit ekki hvaðan í andskotanum koma en með sömu tilfinningaþrungnu lagasmíðum og Neurosis eru þekktir fyrir (þó tónlistin sé ólík þá er tilfinningin við hlustirnar svipuð).

Þetta er hljómsveit sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvort sem þú ert metalhaus, hardcore “kid” eða pönkaraaumingi, já eða bara tónlistarunnandi yfir höfuð.

hægt að fá tóndæmi með bandinu á www.dordingull.com/tonleika