At the Drive-in var stofnuð í byrjun tíunda áratugarins af fjórum strákum frá El Paso í Texas. Þetta voru þeir Cedric Bixler (söngur), Omar Rodriguez (gítar), Jim Ward (gítar), Paul Hinojos (bassi) og Tony Hajjar (trommur). Árið 1994 kom út fyrsti singullinn þeirra og fékk hann nafnið Hell Paso. Þeir fylgdu honum eftir með tónleikaferð um The Lone Star state (aukanefni Texas). Þeir höfðu gefið út diskana In Casino Out, El Gran Orgo og Vaya áður en Relationship of Command kom út. Ári eftir að platan kom út, 2001, fóru strákarnir í ótímabundið frí. Rodriguez og Bixler stofnuðu þá hljómsveitina Mars Volta, á meðan Ward, Hajjar og Hinojos stofnuðu Spörtu. Þess má geta að Sparta spilaði á Íslandi ekki alls fyrir löngu.
En nú að meistarastykkinu, Relationship of Command (2000).
Track listi:
1. Arc arsenal 2:54
2. Pattern against user 3:17
3. One armed scissor 4:19
4. Sleepwalk capsules 3:27
5. Invalid litter dept. 6:05
6. Mannequin Republic 3:02
7. Enfilade 5:01
8. Rolodex propaganda 2:55
9. Quarantined 5:25
10. Cosmonaut 3:23
11. Non-zero possiblity 5:38
12. Catacombs 4:13
1. Platan byrjar af miklum krafti með laginu Arc arsenal. Lagið er kröftugt og nokkuð þungt en heldur sér vel við efnið.
2. Næsta lag, Pattern against user, er mun rólegra. Það er blandað smá pönki inn í það og er útkoman mjög góð. Meðal rólegri laga á plötunni.
3. Þriðja lagið er svo One armed scissor. Þetta lag er kaflaskipt og ekki gott miðað við plötuna í heild. Meðal lélegri laga plötunnar.
4. Frábært þungt lag. Þetta er fyrir þá sem fíla þungarokkið.
5. Þegar hingað er maður orðinn ansi spenntur. Fjögur mjög góð lög komin. Þá kemur þetta líka frábæra lag. Invalid litter dept. er allt öðru vísi en hin lögin á plötunni. Það er frekar róleg rokkmelódía. Góður texti og frábær innlifun Cedrics.
6. Eftir smá rólegheit fær maður að heyra eitthvað það besta lag sem rokkið hefur upp á að bjóða. Stórkostlega samið í alla staði. Svona lög mætti maður heyra oftar. Að mínu mati besta lag plötunnar.
7. Næst kemur svo lagið Enfilade. Það er blandað smá teknói. Lag sem grípur mann auðveldlega og sleppir manni ekki eftir það. Ég raula það oft fyrir munni mér.
8. Rolodex propaganda er lag sem mér finnst hálf átakanlegt. Miðlungs lag miðað við plötuna í heild.
9. Níunda lag plötunnar er svo hið þunga Quarantined. Frábært, þungt lag með rólegri pörtum.
10. Næsta lag er svo meðal bestu laganna á plötunni. Einhver reiði skín í gegnum það. Klassi.
11. Næsta lag, Non-zero Possiblity, er líklega lélegasta lag plötunnar. Rólegt og kemur manni ekki til að heillast. Bara meðal lag.
12. At the Drive-in kveður mann svo með laginu Catacombs. Gott rokklag sem undirstrikar hæfileika þessarra manna.
Platan í heild er stórkostleg. Ekkert lag er beint lélegt, þó mér finnist Non-zero possiblity ekkert sérstakt. Ég velti því fyrir mér hvaða hljómsveit At the Drive-in líktust. Ég komst eiginlega að þeirri niðurstöðu að þeir líktust engum. Frumeikinn er mikill.
Ég gef plötunni 9,7 í einkun, af 10 mögulegum. Frábær plata út í gegn. Allir að næla sér í eintak.
“I'd love to go back to when we played as kids,