Hæhæ gott fólk.
Ég er búsettur í Stokkhólmi og ætlaði að skjóta einni spurningu á ykkur. Spurningin er sú, hvaða tónleika hafið þið farið á … og þá meina ég fyrir utan Ísland.
Sjálfur hef ég farið á 5 tónleika fyrir utan Ísland og allir voru þeir í haust/´vetur í Stokkhólmi.
* Marilyn Manson (19.des) = Það sem maðurinn var geggjaður á sviði. Þessir tónleikar eiga eftir að standa upp úr lengi hjá mér. Þeir tóku öll gömlu góðu lögin þeirra plús það að þeir spiluðu efni á nýjustu plötu þeirra, sem er ansi góð bara. Magnaðir tónleikar þar á ferð. Miðaverð ; 3000 kall
* Bob Dylan (17.okt) = Auðvitað varð maður nú að kíkja á gamla goðið. Ég er svona ágætis Bob Dylan fan, enginn maniac samt. Karlinn er orðinn gamall og það sást alveg á honum greyinu, en samt sem áður ágætis tónleikar…reyndar í dýrara laginu, en í bestu sætum í ´húsinu. Miðaverð: 5000 kr
* The Mars Volta(14.nóv) = Eitt langbesta rokkbandið í heiminum í dag, það er engin spurning með það. Þetta var eins og að vera á tónleikum með Zeppelin hreinlega. Ótrúlega mögnuð og löng gítarsólo, pínulítill 200 manna salur, flest allir reykjandi eitthvað annað en sígarettur og góð stemmning. Mæli með að allir reddi sér öllum lögum sem þeir finna með þeim. Miðaverð: 1000 kr.
* Deep Purple (24.nóv) = Tónleikar sem ég gat ekki staðist að fara á. Búnir að vera ein uppáhalds hljómsveit mín í nokkur ár og er ein af uppáhalds hljómsveitum pabba. Það var ekki leiðinlegt að hringja í hann þegar þeir voru að taka Black Night, ógleymanleg tilfinning. Miðaverð: 4000 kr
* Muse (14.okt.) = Muse voru náttúrulega rosalegir, eins og þeir þættu að vita sem fóru á tónleikana í höllinni. Þeir eru orðnir eitt stærsta nafnið í rokkheiminum í dag og vonandi verða þeir starfandi í mörg ár í viðbót. Endalaus skemmtun. Miðaverð: 2000kr.´
Jæja… þetta er víst allt. En svo er maður víst á leiðinini á Hróarskeldu þar sem maður fær tækifæri að sjá bönd sem maður á ekki eftir að sjá oftar en einu sinni á ævinni.
Takk fyrir mig.