“Ok, þú ert miklu fínni og betri en aðrir sé ég, er það ekki alveg rétt hjá mér?”
Sv. Nei, alls ekki.
“RR ehf eru ekki að neyða neinn til að fara á Placebo með því að hafa þessa forsölu, það fara um 5000 á Placebo og það er pláss fyrir 15000 á Metallica, svo það fá í MESTALAGI 5000 að versla í forsölu vegna Placebo, hvernig sérðu það út sem eitthvað sem neyðir fólk til að fara á Placebo??”
Sv. Sú staðreynd að RR ehf. skuli ætla að selja eingöngu þeim sem hafa keypt/kaupa á staðnum miða á Placebo, miða í forsölu á Metallica - NB. á besta stað - segir mér að það hafi ekki selst nógu vel á Placebo og þetta er desperat tilraun til að selja meira á þá, því allir vita að gríðarlegur áhugi er á Metallica tónleikunum og þeir munu fá miklu breiðari áhorfendahóp heldur en Placebo. Mér einfaldlega blöskra þessar aðferðir og þær samræmast ekki góðum viðskiptaháttum í minni bók.
“Svo efast ég um að það séu fleiri en 1000 sem eru í þessum fanclub og fá sér miða í forsölunni, svo sé ég ekki framm á að allir þeir 5000 sem fara á Placebo muni nota sér þennan rétt til að fara á Metallica, - Það er fólk hér í þessum þræði búið að gefa til kynna að það fari á Placebo og hafi engan áhuga á Metallica!”
Sv. Það getur vel verið, en það breytir ekki skoðun minni á AÐFERÐ RR ehf. við miðasöluna.
“Svo ef þú hugsar smá, það eru ALLAVEGANA 10000 miðar fyrir þig til að kaupa í almennri sölu, ef það er ekki nógu gott fyrir þig skaltu bara ekkert skipta þér af. RR ehf vilja gera meira fyrir sína viðskiptavini og gera langflest önnur fyrirtæki það sama. Getur nákvæmlega eins farið á videoleygu og röflað yfir því að gömul mynd fylgi með nýrri eða farið á Subway að nöldra útaf fólk fær frían bát eftir að hafa farið nokkrum sinnum áður og fengið límmiða á kort.”
Sv. Það er skoðanafrelsi og ritfrelsi í landinu, svo mér leyfist að hafa skoðun á málinu. Þetta með video og Subway á engan veginn við, við erum að tala um allt aðra hluti. Placebo og Metallica eru engan veginn sambærilegar hljómsveitir, og þó margir ætli á báða tónleikana þá eru aðdáendahóparnir mjög ólíkir.
Góðar stundir.