Weezer var stofnuð þann 14. febrúar árið 1992 í Los Angeles af þeim Rivers Cumo, Jason Cropper, Matt Sharp og Pat Wilson. Síðan þá hefur bandið gengið í gegnum eilitlar mannabreytingar, en tvisvar hefur verið skipt um bassaleikara og einu sinni um gítarleikara. Það hefur þó kannski tiltölulega litlu máli skipt þar sem Cumo er aðaldriffjöður bandsins. Hann syngur, spilar á gítar og semur öll lög og texta. Í dag eru meðlimir Weezer eftirfarandi: Rivers Cumo (söngur og gítar), Brian Bell (gítar og bakraddir), Scott Shriner (bassi og bakraddir) og PAt Wilson (trommur).
Weezer voru búnir að vera að spila saman í 16 mánuði þegar þeir komust á samning, þá hjá undirfyrirtæki Geffen. Þeir fluttu sig um set til New York og tóku þar upp sína fyrstu plötu, sem kallaðist einfaldlega Weezer en er þó oft nefnd Blue album, en cover-ið er sem sagt blátt á litinn ;) Kom hún út í maí 1994 og sló samstundis í gegn, og voru gefnar út 3 smáskífur af henni, sem voru lögin Undone - the sweater song, Say it ain\'t so og Buddy Holly. Buddy Holly er eitt af frægustu lögum sveitarinnar og vann böns af allskonar verðlaunum. Platan í heild sinni er frábær og fær t.a.m. 5 stjörnur af fimm mögulegum á allmusic.com. Eins og á fleiri plötum Weezer er ekkert lélegt lag á plötunni og það er eitthvað sem mér finnst gera plötu að virkilega góðri plötu. Þegar maður þarf aldrei að skipta um lag heldur getur látið hana rúlla vandkvæðalaust. Eitt af því sem mér finnst líka einkennandi við Weezer er það hvað lögin eru (nánast) öll ótrúlega grípandi. Það er svona eins og maður hafi heyrt þau öll einhvern tíman áður en samt verða þau aldrei þreytandi heldur alltaf jafn góð við hverja hlustunina á fætur annarri.
Eftir útgáfu Blue album tóku Weezer menn sér smá pásu, og Cumo skellti sér í Harvard, en það er óneitanleg staðreynd að meðlimir sveitarinnar eru nokkuð nördalegir gaurar ;) Hér er skemmtileg setning sem Cumo sagði um eigið uppeldi:
\“I grew up in various little farm towns in upstate connecticut, completely sheltered from anything remotely \”cool.\“ at 18, i freaked out and moved to los angeles to become a rock star. i soon realized that i was an idiot and gave up. at the same time, my girlfriend broke up with me. i was really sad and started to write songs. most of them sucked, but it became a habit that stuck with me. because I\'m so terrible at expressing my feelings directly, and because no one really cares, and because anything real is impossible to talk about, i\'ve come to rely on music more and more to express myself.\” Að mínum dómi er þarna á ferðinni einn færasti dægurlagahöfundur okkar tíma, en hvað veit ég?
Árið \'96 komu Weezer svo með plötu númer tvö, Pinkerton. Hún er töluvert þyngri og tormeltari en fyrsta platan en þegar hún hefur náð að síast í gegn er hún frábær. Hún fær sömuleiðis fullt hús á allmusic. Cumo hefur þroskast mjög sem laga og textasmiður síðan á Blue album. Á henni eru tvö af mínum uppáhaldslögum með Weezer, The Good life, og Butterfly, en Butterfly er með fallegri lögum sem ég hef heyrt (er ég að verða of væminn núna?). Platan gékk ekki vel í vinsældarlista og suma gagnrýnendur (Rolling Stone gékk svo langt að kalla hana lélegustu plötu árins \'96!) en hefur engu að síður selst mjög vel, hún fór fljótlega í gull og hefur verið með nokkuð stöðuga sölu síðan.
Síðan kom langt hlé. Ef saga Weezer er skoðuð á weezer.com er einfaldlega hraðspólað frá 96-2000! Eftir fimm ára hlé stökkva Weezer aftur frá á sjónarsviðið með nýja plötu, sem ber nafnið Green Album. Enn á ný gera Weezer snilldarplötu þar sem hvert ótrúlega grípandi lagið rúllar á fætur öðru. Sama gildir um hana og fyrstu plötuna, ekkert slakt lag. Eftir þetta var túrað stíft og síðan annarri plötu ungað út strax árið 2002, sem kallast Maladroit, og jú, hún er líka algjör snilld. Sagan segir að Weezer séu nú að vinna að sinni 5. plötu, og ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég get hreinlega ekki beðið.
Það er eitthvað við Weezer sem gerir tónlistina þeirra hreinlega ómótstæðilega. Þeir eru góðir hvort sem þeir eru að rokka eða eru rólegir, en rólegu lögin þeirra eru oft ótrúlega angurvær og heillandi. Ég get eiginlega ekki líst því með orðum hversu ástfanginn ég er orðinn af Weezer. Þessi hljómsveit er hreinlega brilliant!
Ps. Ég nennti hreinlega ekki að lesa greinina yfir aftur þannig að ég bið ykkur vinsamlegast að afsaka allar hugsanlegar stafsetninga- og innsláttarvillur ;)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _