Ég er sammála þessu, ekki litlu krakkanna vegna (ég er sjálfur orðinn tvítugur svo það ætti ekki að skipta mig máli), heldur vegna þess að ég vil mikið frekar vera á tónleikum með “litlum krökkum” en fullu, fullorðnu fólki.
Ég fór á Tý bæði á Grand rokk (20+)og í Tjarnarbíó (all ages), hélt að þeir fyrrnefndu yrðu þægilegri því litlu krakkarnir væru ekki að þvælast fyrir. Nú veit ég betur.
Börnin eru bara mjög þægilegur hópur að umgangast þegar maður hefur kynnst hinu, en fullorðið fólk + áfengi = fólk að detta á mann, tala við mann þegar maður vill bara sitja/standa þarna og hlusta á tónlistina, böggast og vera með leiðindi, og man svo kannski ekki eftir helmingnum af tónleikunum eftirá og hefði betur sparað sér aðgangseyrinn.
Ég held að það muni skapast miklu betri stemning ef áfengissölu er sleppt og aðeins yngra fólki hleypt inn.