Lost Prophets Hér kemur smá grein um hljómsveitina Lost Prophets.

Hljómsveitina skipa.

Ian Watkins - Söngur
Lee Gaze - Gítar
Mike Chiplin - Trommur
Mike Lewis - Gítar
Jamie Oliver - Hljómborð
Stuart Richardson - Bassi

Fyrir nokkrum árum ákvaðu sex strákar frá Pontypridd í Suður-Wales að stofna hljómsveit en þeir voru orðnir þreyttir á að heyra ekkert sem þeim fannst skemmtilegt í útvarpinu.
Það voru samt Ian Watkins og Mike Lewis sem stofnuðu fyrst hljómsveit þegar þeir voru 16 ára og hér hún Public Disturbance en þar spilaði Ian á trommur en hljómsveitin náði fljótt nokkrum underground vinsældum en þeir gáfust fljótt upp til að sinna öðrum verkefnum t.d. að klára menntaskóla.
Það var svo árið 1997 sem Lost Prophets var stofnuð en þá voru allir strákarnir orðnir vinir enda áttu þeir heima rétt hjá hvor öðrum, voru í sama skóla og fíluðu sömu tónlist.
Hljómsveitin byrjaði strax að spila á fullu á börum og fleiri stöðum í Wales en Ian var samt aldrei neitt sérstaklega ánægður með að vera söngvari og þetta sagði hann við eitt tímarit

”I don’t really like being a frontman, I like singing, making up melodies and shit but I hate performing it’s a pain in the arse, I like playing drums because you can just fuck everything else and just play”

Þeir náðu fyrst vinsældum utan Wales þegar þeir tóku upp demó og sendu Metal Hammer og þeir gáfu demóinu 10 í einkunn og sögðu að þeir ættu að vera á plötusamningi og það var Visable Sound and Sony sem gerði samning við þá og fyrsti diskurinn kom út árið 2000 og hét hann The fake sounf of progress og hann var svo endurútgefinn árið 2001 og fyrsta smáskífan sló í gegn og það var lagið Shinobi Vs Dragon Ninja og eftir þetta urðu þeir heimsfrægir og spiluðu um alla Evrópu og Bandaríkin í nokkra mánuði og ég held að þeir fengu að spila á Ozzfest 2001 eða 2002.
Nýlega gáfu þeir út nýjan disk sem heitir Start Something og fyrsta smáskífan á þeim disk var Last Train Home og var það lag gríðarlega vinsælt á X-inu enda snilldarlag