Micahel Balzary “Flea”
Flea er sem kunnugt er bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers og er einn besti bassaleikarinn í heiminum í dag. Það er ekki annað hægt en að líka vel við þennan mann enda snillingur hér á ferð og þar sem ég er búinn að gera greinar um Anthony og John félaga hans ætla ég að gera um Flea enda gjörsamlega elska ég mannin, guðdómlegur snillingur og meistari. Kóngur funksins, meistari rokksins og máttur punksins.
Flea, upphafsárin & The Chilis
Micahel Peter Balzary sem er betur þekktur undir nafninu “Flea”fæddist 11 október 1962 í Melbourne í Ástraliu og verður 42 ára á þessu ári. Foreldrar Flea skildu þegar hann var barn og flutti Flea með stjúpföður sínum og móður til Los Angeles. Þegar Flea var unglingur hlustaði hann ekki eins og aðrir á rokk heldur var hann jazz aðdándi og spilaði á trompet en stjúpfaðir hans var mikill jazz maður. Flea fór síðan í Fairfax High School í L.A árið 1973 en þar var Flea ekki að fíla sig til að byrja með, honum var t.d mikið strítt fyrir að vera með asnalegan hreim og að hlusta á öðruvis musik en krakkar á hans aldri en þau hlustuðu aðallega á disco-musik en Flea hlustaði á Jazz og kappa eins og Dizzy Gillespie, Ornette Coleman and Miles Davis. En í þessum fyrrnefnda skóla átti Flea eftir að hitta 2 menn sem áttu eftir að breyta lífi hans all svaðalega. Þessir 2 menn voru Anthony Kiedis[söngvari red hot chili peppers] og Hillel Slovak [fyrrv. gítarleikari red hot chili peppers]. Hillel, Anthony og Flea voru eftir þetta límdir saman og eyddu öllum stundum saman, og gerðu Flea og Anthony kexruglaða hluti eins og að stökkva niður af húsþökum í sundlaugar og fleira. Þegar þarna var komið við sögu, kunni Flea ekki á bassa en var orðinn afbragðsgóður á trompet en félagi hans Hillel kenndi honum að spila á bassa og með vilja Flea til að læra á bassan og hans náttúrulegu hæfileikar gerðu honum auðvelt að læra fljótt á bassann. Flea fór síðan að hlusta á meir en jazzið og fór að fíla punk rokk og funk.
1981 fór Flea að túra með punk hljómsveit sem hét Fear. Honum var svo boðið að vera meðlimur í þeirri hljómsveit seinna en hann neitaði því. Flea ákvað síðan að stofna band þar sem hann lék á bassa en með honum voru Anthony Kiedis sem söngvari, Hillel Slovak sem gítarleikari og Jack Irons sem trommari. Þetta band var með nokkur nöfn til að byrja með en að lokum skýrðu þeir sig Red Hot Chili Peppers sem þeir heita enn í dag. RHCP urðu fljótt þekktir í underground musikinni fyrir að vera með tryllta sviðsframkomu og með alvöru tónlist sem þeir spiluðu til að byrja með á litlum klúbbum. Red Hot Chili Peppers gerðu svo samning við Emi/Capitol en það urðu breytingar því Hillel og Jack ákváðu að vera í öðru bandi sem hét What Hits. Í stað þeirra kom gítarleikarinn Jack Sherman og trymbilinn Cliff Martines. Við tökur á fyrstu plötunni hötuðu Anthony og Flea gjörsamlega upptökustjorann sinn og eitt sinn pantaði upptökustjorinn pizzu, Anthony og Flea tóku pizzuna, borðuðu hana alla, skitu svo í kassan, lokuðu honum og fóru með pizzuna til upptökustjorans og sögðu “here´s your pizza”,einum of nett. Þeir gerðu svo plötuna “The Red Hot Chili Peppers” sem kom út 1984, því næst gerðu þeir Freaky Styley en þá var Hillel mættur á ný en Sherman horfinn á brott. The Uplift Mofo Party Plan hét 3 plata þeirra félaga en þar var Cliff farinn og Jack Irons kominn aftur, semsagt bandið orðið aftur eins og það var upprunalega. Flea var búinn að skapa þarna sinn “eigin stíl” þar sem hann tók punk og funk og blandaði því einhvernveginn saman og útkoman var mögnuð. Tónlistarmenn sem hafa haft áhrif á bassaleik hans eru menn eins og George Clinton, James Brown, The Meters, Defunkt, Jimi Hendrix, Bootsy Collins, Larry Graham, Jah Wobble og Sly & The Family Stone.
Árið 1985 giftist Flea konu af nafni Loesha Zeivar og eignuðust þau dóttur sem heitir Clara, hún fæddist 16,september 1988 og er 17 ára í dag. Clara hefur bist á nokkrum tónleikum RHCP auk þess sem hún kom fram í myndbandinu við “Aeroplane.” 1990 skildu Flea og konan hans. Árið 1988 lést svo Hillel Slovak góðvinur Flea úr of stórum skammti af heróini og virtist þá sem RHCP myndu hætta, Jack Irons hætti og Anthony fór til Mexico í smáþorp þar sem hann drakk í þunglyndi sínu nýbuinn að missa vin sinn. Þegar Anthony kom heim ákváðu Flea og Anthony síðan að halda áfram með bandið allavega til að heiðra minningu Hillel´s. Þeir fengu til sín John Frusciante 18 ára pilt sem var vinur þeirra og aðdáandi til að spila á gítar og Chad Smith kom síðan í stað fyrir Jack Irons. Árið 1993 dó River Pheonix [bróðir Joauqiun Pheonix leikara] góðvinur Flea og besti vinur John Frusciante fyrir utan stað sem þeir voru að spila af of stórum dópskammti, Flea stóð við hlið hans þegar hann hneig niður en River tók meðal annars viðtalið við Flea þegar Flea er að segja frá bassa-stíl sinum og er með kennslu. RHCP gáfu síðan út Mothers Milk sem var tileinkuð í minningu Hillel´s og varð hún vinsælari en fyrri plötur kappana. Þeir fóru síðan að túra og á þeim túr voru þeir með tryllta sviðsframkomu og aðdáendur elskuðu þá. Á túrnum áður en þeir gáfu út Mothers Milk lenti Flea í vandræðum en hann var uppá sviði með stelpu að líkja eftir kynlífi með henni í eitthverjum fíflaskap en Anthony Kiedis lenti í sivpuðu atviki en þeir lentu ekki í miklum vandræðum útaf þessu. Á Mothers Milk spilar Flea á trompet í 3 lögum, ‘Subway To Venus’, ‘Taste The Pain’ and ‘Pretty Little Ditty’. Eftir útgáfu Mothers Milk voru Flea og RHCP að verða mjög þekktir og þegar Blood Sugar Sex Magik var gefinn út 1991 þá sprungu þeir út og urðu heimsfrægir enda þar á ferð ein merkilegasta plata í rokksögunni. Flea var orðinn svo þreyttur á að fólk var farið að apa eftir stílnum hans að hann ákvað að tóna sig aðeins niður á BSSM og hætta að sýna sig og sanna. Á miðjum túr eftir BSSM varð John Frusciante hinsvegar ekki sáttur með aðstæður sínar og hætti.
RHCP fengu þá til liðs við sig Dave Navarro og gerðu eina plötu 1995 sem bar nafnið One Hot Minute. Þar spilar Flea mjög stóran part í lagasmíðinni, meir en nokkurn tímann fyrr þar sem John Frusciante hafði séð um það áður. Textinn í “Deep Kick” á One Hot Minute, er saminn um samband Hillel´s, Flea og Anthony´s. Auk þess samdi Flea textann við lagið “Transcending” á þessari sömu plötu og fjallar það um látinn vin hans River Pheonix. Lagið Pea er bara söngur með Flea og bassinn hans og er það skemmtilegt lag. Flea hefur alltaf verið haft gaman að því að túra og eru alltaf mikil læti í kringum hann, árið 1996 voru Flea og Dave Navarro[þáverandi gítarleikari sveitarinnar] á forsíðu blaðsins “guitar world” þar sem þeir kysstust og vakti þetta mikla athygli hjá fólki og hneykluðust margir. Svo fór að líða á og Navarro og RHCP voru ekki á sömu nótum tónlistarlega séð, t.d fílaði Navarro ekkert funk En Navarro hætti svo loks og þá kom John Frusciante aftur inn eftir að hafa verið nærrum dauður en John fór í meðferð og sneri aftur og held ég að enginn í heiminum hafi verið jafn ánægður og Flea enda samband þeirra ótrúlegt og ná þeir frábærlega saman. Þeir hafa síðan gefið út 2 plötur, Californication og By The Way auk þess sem kom út best of diskur þar sem 2 ný lög litu dagsins ljós.
Snillingurinn Flea
Flea er án nokkurs vafa einn af bestu bassaleikurum heimsins og var valinn árið 1996 “'Bass Player Magazine', guitarist of the year. Flea hefur fyrir löngu skapað sinn eigin stíl sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Flea hefur unnið með fullt af fólki og má þar nefna Stephen Perkins, Perry Farell, Henry Rollins og Cheikha Rimitti. Alanis Morisette söngkona hefur ætið verið mikill aðdándi Flea og bað hann um að spila með sér á plötunni ”Jagged Little Pill“. Flea hefur líka unnið við fleiri plötur eins og ”Wandering Spirit“ með Mick Jagger, ”Unchainded“ með Johnny Cash, ”Spirit“ með Jewel´s og fleiri fleiri ”artistum“. Hann og John gerðu lika lagið ”#1 Da Woman" með Tricky. Flea er enginn aukvisi þegar að tryllimennsku og vitleysu kemur, hann elskar að vera á tónleikum og hoppa um eins og vitleysingur, klæðaburðurinn á tónleikum er líka suddalega nettur og hefur hann meðal annars klæðst: Appelsínum gulum slopp, beinagrindabúning, ljósaperu búning og mörgu öðru frumlegu og fyndnu. Já Flea hefur líka reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu og þar oftast í smáhlutverkum, hann lék t.d í Big Lebowski, Fear and Loathing In La Vegas og Back to the future 2 og 3. Í myndinni Liar´s Poker leikur Flea svo stærra hlutverk og fer ágætlega með það hlutverk. Ótal myndir sem hann hefur birst í og þættir.
Topp náungi sem er algjör fagmaður og töffari. Ég ætla að vona að þessi pistill hafi glatt einhverja rhcp aðdáendur ef ekki þá megið þið segja skoðun ykkar á því.
Með fyrirfram þökk…
Follu