Hver eru 5 fallegustu rokklög heimsins?

Minn listi:

1. Guns n' Roses - November Rain
Hreint magnað lag. Þetta lag mjög kaflaskipt og byrjar á Píanó leik frá Axl Rose og endar á ofsa sólo frá Zlash, sem gerist reyndar í flestum lögum frá Guns n' Roses.

2. Metallica - Fade to black
Þetta lag er ólýsanlegt. Ég er mjög ósattur við ORGINAL útgáfu lagsins, því að live útgáfan er bara miklu flottari! Þetta er bara smellur frá James og félögum sem mætti heyrast miklu oftar.

3. Metallica - Tuesdays Gone
Cover lag frá Lynard Skynard, sem var meðal annars þemulagið í Happy Gilmore. Þetta lag er 9 mín held ég en maður nýtur allra 9 mínutana því þetta lag er bara fallegt. Það eru held ég 3 söngvarar, 4 kassagítarar, acoustic bassi og acoustic tromma í þessu lagi. Frábært lag

4. Metallica - Nothing Else Matters
Já þetta lag er nú bara alveg ótrúlegt. Þegar lag kemst í sinfóníuna þá veit maður að þetta hlítur að vera einhvað sérstakt lag! Frábært lag sem maður fær aldrei leið á og fær alltaf gæsahúð við!

5. Foo Fighters - Everlong
Já þetta lag er nú ekkert sérlega rólegt samt soldið, en það er fallegt! Acoustic útgafan þar sem Dave “The son of rock” Grohl spilar bara einn á gítar og syngur er líka alveg mögnuð og öruglega betri heldur en ORGINAL útgáfan.

———————

Eins og þið sjáið þá eru 3 Metallica lög á þessum lista hjá mér, og ég er samt ekki mikill Metallica aðdáandi! Ég t.d hlusta mikið meira á Guns n' Roses og Foo Fighters heldur en Metallica, en Metallica geta gert ótrúlega flott og róleg lög, svona á milli Metalsins.

Takk fyrir mig og endilega segið ykkar álit á þessum lista og segið ykkar eigin lista.