Nei þarna verð ég nú bara að leiðrétta þig. Johnny Rotten skapaði engan veginn þennan fatastíl, þeir voru með “stílista” sem var engin önnur en Vivian Westwood sem búin er að vera eitt af stærstu nöfnum í tískuheiminum í tugi ára.
Og í raun má segja að Sex Pistols sé með fyrstu tilbúnu boyböndunum nema allir halda að þeir hafi fundið upp pönkið, en það var löngu uppgötvað áður en þeir byrjuðu, og má þar benda á Velvet Underground, the Stooges, Stranglers o.fl.
Sex Pistols urðu þó hugsanlega hvað mest áberandi