Placebo…. ahhhh. Ein af þessum yndislegu hljómsveitum sem eru að koma í sumar. Er smekkur manna á þessu landi loksins að snúast frá fm957 óbjóði yfir í almennilega tónlist??…..
En það er nú önnur saga sem verður ekki sögð hér held ég…
En fögnum öll að placebo séu á leiðinni og skemmta okkur með slagara á borð við “pure morning”, “you don´t care about us”, “without you i´m nothing”, “every you every me”, “taste in men”, “days before you came”, “special k”, “black eyed”, “slave to the wage”, english summer rain“, ”this picture“, ”the bitter end“ og ”special needs“ …. allt frábær lög! og þetta eru bara útvarpsvænu lögin, þeas lög sem spiluð hafa verið sem singlar….
Síðan væri líka frábært að fá að heyra þá taka ”nancy boy“ sem er af fyrstu plötunni;)
p.s. átti ekki david bowie að koma til landsins. hann söng nú með þeim í laginu ”without you i´m nothing" …. kemur hann ekki bara sem leynigestur hehehe;)