
Á lista yfir 100 bestu plöturnar var platan Elvis Presley, sem kom út 1956, en hún var í 83. sæti.
Aðeins 11 listamenn á listanum eru konur. Þar af komst Madonna hæst á listann en plata hennar, Ray Of Light, var í 17. sæti.
Tíu bestu plöturnar að mati lesenda Q voru þessar:
1. Nirvana - Nevermind
2. Radiohead - OK Computer
3. The Beatles - Revolver
4. Radiohead - The Bends
5. Eminem - The Marshall Mathers LP
6. Sex Pistols - Never Mind The Bollocks
7. Stone Roses - Stone Roses
8. Oasis - Definitely Maybe
9. The Strokes - Is This It?
10. U2 - Achtung Baby
…..Ég vil bara koma á framfæri að ég er mjög sáttur við Bretanna þarna. Að MÍNU mati er Nevermind besti diskur allra tíma.
En það er náttúrulega erfitt að segja að eitthvað eitt sé betra en annað, því tónlist er og verður auðvitað bara smekksatriði og aldrei hægt að gera öllum okkar til geðs. Þessi kosning ætti að segja ýmislegt um bönd eins og Nirvana og Radiohead. Greinilega að fólk þarna í Bretlandi kann að meta snillgáfuna sem vantar kannski upp hjá sumum okkar
Það sem kemur mér persónulega mest á óvart er það hversu Elvis kóngur er neðarlega og hvað Eminem er ofarlega, en svona er þetta.
…Hvað finnst ykkur ?