Já gott fólk það er staðfest að hljómsveitin Pixies er á leiðinni á klakann. Óli Palli var að segja þetta í morgun og þetta má einnig sjá á textavarpinu. Þetta eru vægt til orða tekið alveg frábært á fá þetta band til landsins. Eins kannski einhverjir vita þá voru þetta átrúnaðargoð margra hljómsveita t.d. Nirvana og fl.Og nú fer maður bara að hitta upp og skella Pixies óspart á fóninn.

Þetta er hvalreki fyrir tónlistarlíf almennt á íslandi. Það verða allir að láta sjá sig í Höllinni 26.maí, og vona bara að þeir félagar haldi allavega tvö tónleika til þess að sem flestir geti komist.

Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á bls. 113 í textavarpinu.


Ég segi bara Vi Ses 26.maí !