Fugazi Góðan dagin, ég var að flétta í gegn um greina-korkin og sá að það var nokkuð langt síðan ég skrifaði síðast. Til að bæta það upp þá ætla ég að skrifa um ofurbandið Fugazi.

Fugazi er samstarf fjagra tónlistarmanna ættaða frá Washington DC í Bandaríkjunum. Þeir eru Brendan Canty á trommur, Joe Lally á bassa, og gítarsöngvararnir Ian MacKaye og Guy Picciotto. Hljómsveitin var stofnuð árið 1987 af þeim Ian, Joe og Brendan, en áður hafði Ian verið í böndum á borð við Minor Threat, Egg Hunt, Teen Idles og Embrace. Ian er einnig stofnandi og eigandi Dischord útgáfufyrirtækisins.

Hljómsveitin gaf út sína fyrstu þröngskífu árið 1988 sem hlaut einfaldlega nafnið FUGAZI og innihélt hún m.a. smellina Suggestion, Give me The Cure og Waiting Room sem áttu seinna eftir að koma út á B-side safni árið 1990, 13 Songs, sem er samansafn af fyrstu tvem þröngskífunum þeirra.

Sama ár og 13 songs kom út ákváðu liðsmenn að halda inn í stúdíó og taka upp plötu, sem fékk heitið Repeater. Þrátt fyrir að platan fékk fínar viðtökur héldu margir aðdáendur hennar að þeir væri að brenna út. En þeir sönnuðu að þeim skjátlaðist og aðeins ári seinna kom út önnur breiðskífa, Steady Diet of Nothing. Hún var mjög ljóðræn og pólítísk á köflum, eins og þeir áttu síðan eftir að efla seinna meir. Tvem árum seinna kom síðan In On the Killtaker úr. Hún er mjög ágeng og vönduð, mikil þroska merki frá hinum tvem.

Á þessum tímapunkti voru Fugazi farnir að verða virkilega vinsælir, sérstaklega vegna líflegrar sviðsframkomu og pólítískra skoðanna. Tónleika gestir urðu líka fleiri og erfiðari að ráða við og átti Ian það til að stoppa í miðju lagi til að róa áhorfendurnar niður með því að bjóða þeim peningin sinn til baka ef þeir mundu fara út.

Fugazi fór ekki í viðtöl við stóru fjölmiðlana og urðu því fréttamenn að skálda sögurnar um þá og fóru margir orðrómar á kreik. Þeir sem náðu síðan tali af þeim voru hissa að þeir lfiðu í húsum, ekki múnkaklaustrum, og borðuðu ekki bara hrísgrjón og heilsufæði.

Eftir því sem Fugazi eldust fóru plötunum fækkandi með árunum. Red Medicine kom út 1995, eftil vill besta plata Fugazi síðan 13 songs. Punk áhrifunum fór fækkandi og rokkið meira. 1998 kom síðan End Hits, slakasta platan þeirra en engan vegin léleg og lokst 2001 kom út The Argument. Meistaraverk í alla staði. Betri gæði í upptökum, meiri og dýpri hljóð-pælingar og meiri segja hægt að finna rólegri lög.

Fugazi eru ekki hættir, ekki svo ég viti til allavega. En þeir eru enþá á lífi. Ian og Guy vinna núna mikið við að hjálpa hljómsveitum að komast á framfæri og pródúsera plötur. Joe stofnaði sitt eigið útgáfufyrirtæki, Tolotta.


Helstu verk sem fólk ætti að tékka á:
1990 13 Songs
1993 In on the Kill Taker
1995 Red Medicine
2001 The Argument
- garsil