Guns N’ Roses – Use Your Illusion 2
Núna ætla ég að fjalla um plötu númer 2 af Illusion plötunum. En eins og ég sagði í hinni Illusion greininni þá voru þessar plötur gefnar út á sama degi. Upphaflega áttu þessar plötur að heita GNR’ Sucks eða BUY Product. Use Your Illusion 2 er bláa platan og Axl Rose ákvað að láta þessar plötur heitar Use Your Illusion eftir málverki sem Mark Kostabi teiknaði. Málverkið eftir Mark Kostabi er líka notað sem “cover art” eða plötuumslagið. Ég var eiginlega búinn að lýsa hvernig þessar plötur voru gerðar og hver var á bakvið hana í hinni greininni þannig ég sný mér bara að plötudómnum.
Þegar Guns N’ Roses voru ekki búnir að gefa neitt út í nokkur ár fékk fólk að heyra nýtt lag á tónleikum. Þetta lag heitir Civil War og byrjar þessa plötu. Stórkostleg byrjun á plötu með einu besta lagi Guns N’ Roses fyrr og síðar. Civil War byrjar með rólegum kassagítar og nær hámarki í endan og þá byrjar það að vera dálítið hratt. 14 year kemur á eftir og er eitt af mörgum góðum lögum sem Izzy Stradlin samdi. Axl Rose syngur bakraddirnar og er þetta eitt af uppáhaldslögunum mínum með Guns N’ Roses.
Yesterdays fjallar um gömlu daganna þegar þeir gáfu út Appetite for Destruction. Það sést líka vel í myndbandinu þar sem það er eiginlega bara sýndar gamlar myndir af þeim frá 86-87 eða í kringum Appetite tímabilið. Næsta lag: Knockin’ On heavens door er lag sem allir ættu að kannast við. Upprunalega samið af Bob Dylan og hefur þetta lag verið coverað mjög oft. Sumir segja að Guns N’ Roses útgáfan sé besta útgáfan en það fer bara eftir smekk manna. Slash sýnir hér að hann getur gert flottustu gítarsólóin og sannar að hann er einn besti gítarleikari allra tíma. Líka ótrúlega flott sungið hjá Axl. Frábært lag og eitt af “highlights” á plötunni.
Get in the Ring hét túrinn hjá Guns N’ Roses og heitir lag númer fimm Get in the Ring. Þetta er svar Axl til allra gagnrýnenda sem voru eitthvað að tala illa um hann og Guns N’ Roses. “Get in the Ring motherfucker”. Ágætis lag með flottum gítarleik. Shotgun Blues er næsta lag og eitt af þessum hröðu og góðu lögum Guns N’ Roses. Flottur texti hjá Axl, eins og alltaf. Hratt og gott lag.
Núna er diskurinn um það bil hálfnaður og næsta lag er Breakdown. Breakdown er eitt af þessum löngu lögum sem Guns N’ Roses gerðu. Þetta lag er um 7 mín og byrjar með flauti eins og nokkur Guns N’ Roses lög þar á meðal Patience, Civil war og fleiri. Breakdown er eitt af bestu lögunum á disknum og myndi ég setja það í topp 5 yfir bestu lögin á þessum disk. Næsta lag heitir Pretty tied up (The Perils of Rock N’ Roll decadence) og fjallar um Bondage vændiskonu í Beverly Hills. Þetta lag er samið af snillingnum Izzy Stradlin og spilar hann líka á sítar í þessu lagi. Margir ættu að kannast við hljóðfærið sítar því það var oft notað í bítlalögum af George Harrison.
Það mætti eiginlega segja að besti hlutinn af disknum væri síðast því þá koma þrjú mjög góð lög í röð. Á undan þessum lögum koma tvö lög sem heita Locomotive og So Fine. Locomotive er samið af Axl og Slash og er svo sem ágætis lag en ekkert rosalegt lag. So Fine er samið af bassaleikaranum Duff MckKagan og er svoa venjulegt ástarlag um einhverja stelpu. Frekar rólegt lag og kemur ágætlega út. Núna koma þrjú lög í röð sem eru bestu lögin á plötunni.
Fyrsta lagið af þessum þrem heitir Estranged og er nærrum því 10 mín að lengd. Ég kalla þetta lag og Dont Cry og November Rain svona trilogy því ef maður blandar þessum lögum saman og innihaldi þeirra þá fær maður út sögu. Sögu um mann sem á í erfiðleikum með eitthvað samband (Dont Cry) en á endanum giftast hann konunni en hún deyr (November Rain) og síðan er hann einn og yfirgefinn (Estranged). Þetta er bara kenning hjá mér og ég veit ekkert hvort þetta er satt. Estranged er allaveganna eitt af topp 5 lögum yfir bestu Guns N’ Roses lög allra tíma. Á eftir Estranged kemur You Could be Mine sem var notað í myndinni Terminator 2. Arnold Schwarzenegger var að leyta að lagi í myndina sína og fór hann á tónleika með Guns N’ Roses. Hann varð hrifinn af tónlist þeirra og ákvað að nota You Could be Mine í myndina. Mér hefur alltaf fundist þetta lag einkenna stíl Guns N’ Roses eða þetta er svona ekta Guns N’ Roses lag.
Dont Cry kom út á Use Your Illusion 1 og varð það mjög vinsælt en Axl vildi láta aðra útgáfu af Dont Cry á plötu númer 2. Þetta er Alternative lyrics útgáfan og er lagið spilað eins nema allt annar texti. Að mínu mati er textinn í þessari útgáfu miklu flottari. Þessi diskur endar ekki eins vel og Use your illusion 1. Þessi diskur endar á einni og hálfri mínútu af einhverju tölvudóti og gargi frá Axl Rose í lagi sem heitir My World! Ekki góður endir á þessum disk en þetta lag er það eina sem er að honum.
Að mínu mati er þessi diskur betri en Use your Illusion 1 einfaldlega útaf því það komu fleiri smellir af þessum. Mikið af lögum, eiginlega öll sem maður getur hlustað á aftur og aftur. Þessi diskur er (eins og hinn) algjört meistaraverk og ég gef honum heildar niðurstöna 10 þótt að My World komi þarna í endan en það er ekki það lélegt. Hérna lýkur grein minni um Use your Illusion diskanna sem seldust samanlagt í kringum 15 milljónir minnir mig. Þessir diskar komu út árið 1991 og gerðu Guns N’ Roses að einni vinsælustu hljómsveit allra tíma og eitt besta tónleikaband allra tíma.
“Get in the Ring motherfucker!”
kv. Steina