Guns N’ Roses - Use Your Illusion 1
Eftir útgáfu Appetite For Destruction árið 1987 gáfu Guns N’ Roses út GNR’ Lies sem náði nokkrum vinsældum en ekki eins miklum vinsældum og Appetite For Destruction. Fólk var að bíða eftir nýju efni frá hljómsveitinni og það var erfitt að fylgja plötu eins og Appetite For Destruction eftir. Það var mikið að gerast hjá Guns N’ Roses eftir útgáfu GNR’ Lies. Trommarinn Steven Adler var rekinn vegna of mikillar eiturlyfjaneyslu og fenginn var nýr trommari að nafni Matt Sorum, fyrrverandi Cult meðlimur og fenginn var nýr meðlimur í hljómsveitina, hljómborðsleikari að nafni Darren Reed. Guns N’ Roses höfðu aldrei haft hljómborðsleikara áður og því var þetta eitthvað nýtt fyrir þeim. Axl og félagar áttu mjög mikið af efni sem þeir voru búnir að semja eftir GNR’ Lies og líka eitthvað af efni sem þeir sömdu áður en þeir gáfu út Appetite For Destruction, þar á meðal ballaðan Dont Cry. Árið 1991 koma út tveir nýjir diskar frá hljómsveitinni: Use your illusion 1 og Use your illusion 2. Þessir tveir diskar áttu fyrst að koma út á einu boxi en ákveðið var að hafa þá á sitthvorum disknum. Í kjölfar þessara diska fóru Guns N’ Roses í lengsta tónleikatúr á ævi sinni og allra tíma. Ég ætla að skrifa um disk númer 1 eða Use Your Illusion 1. Hljómsveitin var svona skipuð á þessum disk:
Axl Rose – Aðal Söngur, bakraddir, píanó.
Slash – Lead Gítar, bakraddir.
Duff – Bassi, bakraddir
Izzy Stradlin – Rythm gítar, söngur, bakraddir,
Matt Sorum – Trommur, bakraddir
Dizzy Reed – Hljómborð, slagverk, bakraddir
Use your illusion 1.
Diskurinn byrjar hratt á laginu Right Next Door to Hell sem fjallar víst um nágranna Axl sem var að gera hann brjálaðan. Næst kemur lagið Dust N’ Bones sem er samið af rythm gítarleikaranum Izzy Stradlin, sem hætti stuttu eftir útgáfu þessarar plötu. Izzy Stradlin syngur lagið sjálfur og er þetta eitt af fáu lögunum sem Axl syngur ekki á, nema bakraddir. Á Use Your Illusion 1 og 2 eru tvö cover lög. Annað þeirra er á plötu númer eitt og heitir það Live and let die og er samið af Paul McCartney fyrir James Bond mynd. Lag númer fjögur, sem er að mínu mati eitt flottasta Guns N’ Roses lagið, Dont Cry. Dont Cry var samið á undan Appetite For Destruction, eða held ég í kringum árið 1986. Þetta er ástarlag og byrjar frekar rólegt og nær síðan hámarki í endan. Ég hef alltaf litið á þetta lag og tvö önnur lög sem svona trilógíu: Dont Cry, November Rain og Estranged því ef maður spilar lögin í röð þá er þetta eiginlega saga. Ég veit ekki hvort það er eitthvað til í því en ég hef alltaf haldið það. Eftir Dont Cry koma svona ups and downs. Það koma lög eins og Bad Obsession, Back off Bitch og You aint the first sem eru svona ágætis lög en en alls ekki léleg. Eftir þessi lög kemur eitt af uppáhaldslögunum mínum með Guns N’ Roses, lagið Double Talkin Jive. Double Talkin Jive er samið og sungið af Izzy Stradlin. Frábært lag með mjög flottu klassísku gítarsóloi í endan. Lag númer 10 er örugglega lag sem margir þekkja. Þetta er örugglega eitt flottasta lag sem hefur verið gefið út. Lagið heitir November Rain og er eitt af þessum skrímslaballöðum sem Guns N’ Roses gaf út. Gítarsólóin sem Slash spilar eru mjög flott og sérstaklega endasólóið í November Rain. Þetta lag er um 9 mín. að lengd. Eitt af þessum nýju löngu lögum sem Guns N’ Roses eru byrjaðir að gera. Eftir November Rain koma lögin The Garden og Garden of Eden, lög sem ég skippa yfir. Er ekki mikill aðdáandi þesssara laga, ágæt svo sem en ekki nógu góð. Alice Cooper syngur sem gestasöngvari á The Garden en ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Alice Cooper. Síðan byrjar Axl eitthvað að röfla á Dont Damn Me. Lagið er samið af Axl og Slash. Fínasta lag en ekkert eins og lokalagið. Coma, eitt af meistaraverkum Guns N’ Roses er lokalagið á þessum disk. Lagið fjallar um mann sem er í dái og vill ekki vakna því hann vill ekki fara í venjulega heiminn aftur en líkami hans kallar alltaf á hann. Þetta er eitt af hápunktum disksins. Eitthvað um 10 mín þetta lag og endar frábæran disk frábærlega!
Diskurinn er meistaraverk en örfá lög draga hann niður sem skiptir ekki miklu máli því þessu lög eru ekki léleg heldur ná ekki hinum lögunum sem eru einum of góð. Svona heildarniðurstaða væri svona 9.9 eða 5 stjörnur af fimm mögulegum. Þessi diskur er og verður alltaf meistaraverk sem gerði Guns N’ Roses af einni frægustu hljómsveit allra tíma.
Kv. Steina