Um þá:
1990
22. janúar 1990 - Slash og Duff koma fram á Amerísku tónlistarverðlaunum. Slash segir nokkur f-orð á meðan hann þakkar fyrir sig er hann tekur við verðlaununum fyrir hönd Gn´r manna, en þau orð eru ekki vinsæl í læv útsendingum.
3. mars 1990 - Axl og Slash koma saman með Aerosmith til að flytja lagið ” Train Kept A Rollin' “ á stað er ber nafnið: Great Western Forum í L.A.
Apríl 1990 - Slash og Duff taka upp með hinum margfræga pönkara, Iggy Pop. Platan fær nafnið “Brick By Brick”. Þeir sjást í einu myndbandi sem tekið var upp við lagi Home sem er á plötunni.
Dizzy Reed gengur í bandið í þessum mánuði.
Duff kallinn skilur við Mandy.
7. apríl 1990 - Guns N' Roses koma fram á fjórðu Farm Aid góðgerðartónleikunum,þ þessi hátíð var haldin í Indianapolis. Á settlistanum eru meðal annars lögin Civil War(fyrsta sinn spilað) og cover lagið Down On The Farm. Til gamans má segja það að þetta var síðasta giggið með Steven á bakvið settið.
28. apríl 1990 - Axl giftist Erin Everly(dóttir einhvers mafíuforingja í NY, komst aldrei hversu stór hann var) í Las Vegas. Endaði síðar í September 91 þó svo að þau væru hætt saman fyrr.
21. júní 1990 – Hljómsveitin Black Crowes spila á Marquee í New York sem væri náttúrulega ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Slashinn steig á sviðið með þeim í fyrsta aukalaginu af þremur, þetta var lagið It´s a sin.
26. júní 1990 – Útgáfa Gn´r af lagi Bob Dylan's ,“Knockin' On Heaven's Door” , er gefið út á sándtrakkinu úr myndinni Days Of Thunder.
11. júlí 1990 - Steven Adler er rekinn úr bandinu. Bandið komst að sameiginlegri niðurstöðu um það að hann yrði að hætta. Bandið hafði áður sett honum síðasta séns, að ef hann hætti ekki að dópa þá væri hann gjöra og svo vel að fara.
Sá sem tekur við af honum var ekki af verri endanum, hann hét Matt Sorum og var í the Cult áður en Gn´r stal honum.
24. júlí 1990 – Fyrsta frumsamda efnið síðan “GN'R Lies” kom út, er lagið “Civil War”, sem kom út á styrktarplötu sem nefndist : “Nobody's Child: Romanian Angel Appeal”. Lagið átti síðar eftir að koma út á smáskífu með You could be mine.
September 1990 - 36 lög eru tekin upp og strákarnir eru í mikilli vinnu og hugleiðingum varðandi næstu plötu og ekki síður plötuheiti á hana. Hugmyndir voru um að láta hana heita GN'R Sucks og BUY Product, en síðan var ákveðið að hún skyldi heita Use Your Illusion. Axl tók nafnið frá málverki eftir Mark Kostabi.
Næsta vandamál var að formata næstu útgáfu. 36 lög mundu aldrei passa á eina plötu(cd). Þeim langaði að gefa út box með 4 diskum en Geffen sagði nei, enda yrði það of dýrt fyrir aðdáendurna. Samþykkt var að gefa út tvo diska út sama daginn.
30. október 1990 – Axl er handtekinn í vestur Hollywood fyrir að rota nágrana sinn með vínflösku.
9. nóvember 1990 - Axl, Slash, Duff, Sebastian Bach( Skid Row), James Hetfield, Kirk Hammett og Lars Ulrich(Metallica) spila í partíi fyrir RIP tímaritið. Kalla sig GAK í djóki. Setlistinn var svo hljóðandi: You're Crazy, For Whom The Bell Tolls, Piece Of Me, Hair Of The Dog, Whiplash (#1) og Whiplash (#2). Axl syngur í Piece Of Me og Hair Of The Dog.
Auka fróðleikur:
Þegar Slash Duff komu fram á Amerísku tónlistarverðlaununum voru þeir svo fullir að þeir ráfuðu eitthvað um sviðið þannig að það þurfti að ýta þeim að ræðupúltinu og þegar þangað var komið tóku þeir tvö verðlaun og ákváðu svo að þakka fyrir sig í leiðinni. Slash talaði og þurfti endilega að minnast á umbann sinn sem hann var svo ánægður og hafði því þetta að segja: “…we want to fucking thank our manager Alan Niven for fucking getting us there…oops!” Ýta þurfti þeim niður af sviðinu og var þeim beint á barinn baksviðs.
En af hverju var Matt Sorum fenginn í Gn´R? Slash var eitt sinn að horfa á Cult spila í L.A. og leist svo vel á hann að hann fékk hann til að spila undir Use your illusion plöturnar en eftir það varð ekki aftur snúið. Cult liðar voru fúlir yfir því að trommuleikara þeirra hafði verið rænt en Sorum sagði að þeim hafði aldrei líkað við sitt útlit því hann hafði verið frá USA en þeir UK. Matt Sorum sagði síðan seinna að hann hefði aldrei viljað sleppa þessu tækifæri…að tromma með stærsta bandi heims, aldrei!!!
Þess má geta að á þessu ári kom Slash einnig fram á plötum með Lenny Kravitz, Alice Cooper og Micheal Jackson.
Um þá 2:
1991 - Alan Niven(umbinn) er rekinn í byrjun ársins. Doug Goldstein verður nýi umbinn fyrir GN'R en hann hafði áður verið the road manager.
20. janúar 1991 - Matt Sorum og Dizzy Reed koma fram á sínum fyrstu tónleikum með bandinu á Rock In Rio II festivalinu í Rio de Janeiro í Brasilíu. Ekki slæm byrjun það að byrja sína ferla með bandinu fyrir framan 140 þúsund áhorfendur.
23. janúar 1991 – Spila annað kvöldið í röð á sömu hátíð. Seinna kvöldið mættu 120 þúsund manns. Það var nú einu sinni rigning.
9. maí 1991 – Fyrsta kvöldið af þremur þar sem þeir halda leynitónleika. Sjá má að neðan hvernig það apparat fór fram. Sá fyrsti er í San Francisco í Warfield Theatre.
11. maí 1991 – Annað kvöldið er í Los Angeles í Pantages Theatre.
16. maí 1991 – Þriðja og síðasta er í New York á hinum sígilda Ritz.
24. maí 1991 - GN'R sparka af stað sínum fyrstu tónleikaferð í kringum heiminn þar sem þeir eru aðalnúmerið. Þetta mun vera lengsti túr í sögunni og byrjaði hann í East Troy í Wisconsin fylki og var það erfiða hlutverk að hita upp fyrir þá í höndum Skid Row.
25. júní 1991 - You Could Be Mine,er gefinn út sem singull í Bandaríkjunum fyrir komandi plötur þeirra, Use Your Illusion plöturnar. Civil war fylgir með á smáskífunni.
Júlí 1991 - “You Could Be Mine” er gefið út í UK. Lagið birtist einnig í hinni frábæru mynd, Terminator 2, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, en hann birtist einnig í myndbandinu sem gert var við lagið. Fjallað verður um það síðar í sérdálk um myndbönd þeirra.
2. júlí 1991 – Ókey, enn ein lætin. Á meðan að bandið spilaði þetta kvöldið á Riverport Performance Arts Centre í St. Louis borg, sá Axl einhvern í áhofendahópnum vera að taka myndir. Þrátt fyrir ítrekaðar skipanir Axl´s til öryggisgæslunnar um að biðja manninn að hætta að mynda varð hann ekki að ósk sinni. Þá var aðeins eitt í stöðunni að gera. Taka málin í sínar hendur. Og það gerði hann. Ég á þetta á videofile í tölvunni minni og lýsi þessu betur hér að neðan.
12. ágúst 1991 - GN'R og Skid Row lenda í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Duff, Slash, Matt, Dizzy og Skid Row eyða kvöldinu á Tavastia klúbbnum þar sem Black Crowes voru að spila.
13. ágúst 1991 - “Get In The Ring Motherfucker” túrinn hefst í Evrópu. Fyrstu tveir tónleikarnir eru haldnir í Jaahalli-Ice Stadium í Helsinki. Skid Row hitar upp.
14. ágúst 1991 – Spila annað kvöldið í röð í Helsinki og það þarf varla að taka það fram en ég geri það nú samt, það var uppselt að vana.
16. ágúst 1991 - GN'R koma fram í Eurovisionhöllinni Globe í Stokkhólmi í Svíþjóð.
17. ágúst 1991 – Sama saga hér, annað kvöldið í röð og …uppselt!!!
19. ágúst 1991 – Færa sig yfir til Danmerkur og það til Kaupmannahafnar. Tónleikarnir fóru vel fram og allt var fínt fyrir utan það að einhver bjálfi kastaði flugeldi upp á svið. Axl brást á þann mátann að segja við áhorfendur bandið mundi ekki koma aftur á svið og spila meira nema vitleysingurinn gæfi sig fram. Eftir 15 mínútur var bandið aftur komið á fullt. Að sjálfsögðu kjaftaði fólkið frá hver kastaði flugeldinum. Fólkið vildi heyra tónlistina.
21. ágúst 1991 – Hætt var við að spila í Osló í Noregi. Því var sem sagt aflýst.
24. ágúst 1991 - GN'R spila í Mannheim í Þýskalandi. Skid Row hitar upp og nú bættust við Nine Inch Nails, einnig sem opnunaratriði.
31. ágúst 1991 – Eftir að hafa spilað í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi var stefnan tekinn á England, nánar tiltekið Wembley Stadium í London.
Þetta var síðasta giggið sem Izzy spilaði með bandinu sem meðlimur. Hann á eftir að koma síðar til sögunnar.
September 1991 - GN'R spila “Live And Let Die” á MTV hátíðinni(MTV Video Music Awards). Upptakan var tekinn frá London tónleikunum.
10. september 1991 - Don't Cry singullinn er gefinn út í Bandaríkjunum. Á honum eru Don´t Cry lögin í þremur útgáfum. Orginal textinn, allt. Textinn sem var saminn í stúdíóinu á sama tíma og orginal textinn var tekinn upp og svo demo upptaka frá árinu 1986.
16. september 1991 - Use Your Illusion I og II eru gefin út í Evrópu.
Plöturnar náðu strax í fyrsta og öðru sæti Bilboards listans. Það er í fyrsta sinn sem band af þessari stærðargráðu gefur út tvo diska á sama degi.
17. september 1991 - Use Your Illusion I og II eru gefnar út í Bandaríkjunum.
Október 1991 - Steven Adler höfðar mál gegn bandinu. Hann kennir bandinu um hvernig fór í hans málum er varðar eiturlyf. Segir strákanna vera ábyrga fyrir ánetjun hans á heróíni. Bara fyndið verð ég að segja.
2. október 1991 - Duff er baksviðs á tónleikum með Pearl Jam í Los Angeles. Eftir giggið safnast Pearl Jam í partíi heima hjá Duff.
7. nóvember 1991 - Izzy Stradlin hættir í GN'R. Í hans stað kemur náungi nefndur Gilby Clarke (fæddur 17.ágúst 1962). Gilby, sem var í öðrum böndum áður eins Kill For Thrills, þekkti aðeins strákana og var valinn af hundruðum umsækjenda og segir hann ennþá daginn í dag að þetta hafi verið það stærsta sem hent hafi hann í lífinu.
5. desember 1991 – Fyrsta kvöldið í annarri atrennu Bandaríkja áfangans. Spila í Worcester í Massaschuttets fylki og nú eru það Soundgarden sem sjá um upphitunina.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Gn´R spila á tónleikum þar sem þeir nota bakkraddir og blástursveit. Þá lítur skipan bandsins eftirfarandi út:
Bandið sjálft:
W. Axl Rose (söngur og píanó á köflum)
Slash (gítar)
Duff McKagan (bassi, og bakraddir)
Gilby Clarke (gítar og bakraddir)
Dizzy Reed (hljómborð, píanó og slagverk)
Matt Sorum (trommur og bakraddir)
Session undirleikar(svipað og Tarfurinn í Quarashi svo dæmi sé tekið):
Ted Andreadis a.k.a Zig Zag (hljómborð, harmónika, hljóðgervlar og bakraddir)
Diane Jones (bakraddir)
Roberta Freeman (bakraddir)
Tracy Amos (bakraddir)
976-Horns, sem var nafnið á blástursveitinni:
Lisa Maxwell (blásturshljóðfæri)
Cece Worrall (-ll-)
Anne King (-ll-)
9. desember 1991 - GN'R þrjá tónleika í Madison Square Garden höllinni í New York það er 9. 10 og 13.
31. desember 1991 – Spila á Gamlárskvöld á Joe Robbie Stadium í Miami í Florida fylki.
Í desembermánuði kom einnig út singullinn að Live and let Die og fékk shadow of your lag að fylgja með, áður óútgefið lag með þeim og svo tónleikaútgáfa(live) af LALD laginu.
Aukafróðleikur:
Rock in Rio II er Matt Sorum sagt 3 mínútum áður en hann átti að fara á svið að hann ætti að taka trommusóló er honum yrði gefið merki um það. Hann hafði aldrei tekið trommusóló áður og þetta voru fyrstu tónleikarnir hans með Guns n´Roses. Að sjálfsögðu tókst honum það og bara nokkuð vel.
Varðandi St. Louis tónleikanna má sjá á myndbandsupptökunni sem ég á að Axl ákveður að taka málin í sínar hendur og þar með lét hann sig svífa af sviðinu út í áhorfendaskarann og ruddi sér leið að náunganum og barði hann í köku og tók myndavélina af honum. Eftir að hann kom sér aftur upp á sviðið sagði hann svo nett: ,Thanks to the lame ass security…I am going home” og negldi svo míkrófóninum í jörðina. Bandið labbaði af sviðinu og ætlaði sér að fara aftur á svið eftir smá tíma en var ráðlagt að gera svo ekki. Allt varð brjálað og staðnum rústað. Það þýðir að allt sem var brjótanlegt inni í höllinni og allt sem var það ekki var samt sem áður brotið, þar á meðal búnaður bandsins. Axl var síðar kærður fyrir atvikið og hefur alla tíð síðan talað illa um ST. Louis, meðal annars komið fram á tónleikum og talað illa um staðinn eða komið fram á tónleikum með áletrunina : ST. Louis sucks eða St. Louis can suck my dick og þess háttar. 250þús dollara skaði skeður og 70 manns meiddust.
13.ágúst- Á þessum tónleikum gerðist það allt í einu að eftir um klukkutímatónleika, er bandið var að starta Welcome To The Jungle, fer Axl af sviðinu. Restin af bandinu spilar instrumental útgáfu af laginu og byrja svo á næsta lagi án songs líka. Það var lagið 14 years, halda svo áfram með trommusóló og gítarsóló þangað til Axl birtist aftur eftir 25 mínútur og engin útskýring.
Á Rock in Rio hátíðinni fyrrnefndu hafði bandið ekki æft með Axl í eitt og hálft ár. Vegna anna í hljóðveri en samt sem áður fór allt vel.
Use your illusion koma út og túrinn er þegar hafinn á undan útgáfu hennar/þeirra. Use Your Illusion I og Use Your Illusion II eru sem sagt gefnar út og hvað gerist…jú allt verður kreisí. Það voru næstum því 3 ár síðan seinasta útgáfa frá bandinu kom út, sem var GN'R Lies, í nóvember 1988. Þessi langa bið eftir plötunni var senn á enda. Hún hafði verið sett á útgáfudag í apríl sama ár en var frestað. Mike Clink var aftur við takkanna sem og áður og aftur var platan tekinn upp í Rumbo Studios í L.A. meðal annars. Frá byrjun var ætlunin að gefa hana út sem tvöfalda plötu en bandið ákvað að gefa út tvær aðskildar plötur út á sama tíma í staðinn. Tilgangurinn með því, sagði Slash, vera sá að númer eitt: væri það vegna þess að þeir vissu hvað það væri að eiga ekki pening og að vera aðdáendi á ungu árunum og eiga ekki pening fyrir plötu uppáhaldsbandsins síns væri ferlegt. Þannig að tveir vinir gætu því keypt sitt hvora plötuna og svo kóperað hina þannig að þú værir ekki að eyða of miklum pening í þetta þegar þú hefur ekki efni á því. Númer tvö, sagði Slash vera: Þetta hafði aldrei verið gert áður og eins og fólkið vissi hvernig bandið hegðaði sér, langaði það að gera eitthvað kreisí, eitthvað sem ekki hafði verð gert áður. Fyndin leið til að fukka í kerfinu. Þetta gæti klikkað, þetta gæti virkað. Og það virkaði.. Sölutölur sýna það svo sannarlega. Fáum að sjá þær síðar.
Er Ixxy hætti , spurðu margir sig, af hverju??? Það voru margar ástæður fyrir því sagði Izzy í viðtölum en aðalástæðan virtist vera eiturlyfjavandamál innan bandsins. Önnur sterk ástæða var sú að mikil og erfið vinna hafði fylgt gerð Use Your Illusion platnanna og fylgja átti þeim eftir með RISA túr út um allan heim og það var eitthvað sem Izzy gat ekki hugsað sér að gera. Izzy var svona náungi sem vildi vera í stærstu rokkhljómsveit heims á 2000 manna klúbbadæmi en ekki band sem fyllti hvern leikvanginn á fætur öðrum.