Placebo koma og spila 7. júlí í Höllinni Umboðsskrifstofan RR ehf. hefur náð samningum við hljómsveitina Placebo og mun hún spila í Laugardalshöllinni 7.júlí næstkomandi. Placebo hefur verið með alvinsælustu hljómsveitum síðustu ára og verið ofarlega á vinsældarlistum alls staðar í heiminum. .

Placebo þykir með bestu tónleikahljómsveitum heims og er mjög skrautleg á sviði svo og og svo utan sviðs en hana skipa söngvarinn Brian Molko , bassaleikarinn Stefan Olsdal og trommuleikarinn Steve Hewett.

Placebo hafa gefið út 4 diska og sá nýjasti, Sleeping with Ghosts, kom út 2003 og hefur fengið bestu dómana til þessa. Auk þess hafa þeir gefið út sérstakar útgáfur af þeim disk með cover lögum m.a. frá Pixies, Smiths, Depeche Mode o.fl. Placebo haf auk þess spilað með ekki ómerkari mönnum en t.d. David Bowie en hann er ekki sá eini um að vera yfirlýstur aðdáandi heldur einnig Michael Stripe úr REM og Bono úr U2. Placebo hafa verið mikið spilaðir á Íslandi og eru t.d. með 3 lög á árslista X977 árið 2003. Nýr DVD diskur, Live in Paris, er væntanlegur innan skamms.

Placebo er hvalreki á fjörur tónlistarunnenda en þeir eru í langri tónleikaferð. Þeir munu taka sér nokkurra daga frí á Íslandi.

Miðasala verður í verslunum OgVodafone og verður nánar auglýst síðar.