Hæ rifflar og rósir!

Um daginn átti ég leið hjá Skífunni á Laugaveginum. Ég kíkti inn til að sjá hvort það væru nokkur tilboð, og viti menn, heilt borð af geisladiskum sem kostuðu aðeins 999 kr.
Ég grandskoðaði að sjálfsögðu borðið og skemmtilegt bros færðist á varir mínar þegar ég kom auga á disk sem mig hefur lengi langað í, en ekki tímt að kaupa mér vegna þess hve hann er dýr.
Þetta var 2. breiðskífa Guns n' Roses, GN'R Lies.
Ég kippti að sjálfsögðu disknum að mér, gekk að búðarborðinu og keypti hann.
Af því að ég hef ekkert að gera í augnablikinu ætla ég að skrifa smá frásögn um diskinn.

Fyrstu fjögur lögin eru lög af fyrsta diski hljómsveitarinnar, en það er EP diskurinn Live like a Suicide. Þann disk gaf útgáfufyrirtækið Uzi Suicide út í desember árið 1986. Uzi Suicide var lítið útgáfufyrirtæki sem Guns n' Roses áttu sjálfir. Á disknum voru fagnaðarlæti frá öðrum áttum notuð til að magna upp spennuna en diskurinn var þó tekinn upp í stúdíói.

Reckless Life

Lagið byrjar á öskri rótara hljómsveitarinnar, þar sem hann öskrar: “Hey fuckers! Suck on guns and fuck the roses!” Textinn í laginu fjallar um umhirðulaust líf þar sem maður lifir með hættunni og dópinu, ávallt með sígarettu í munninum og er sjálfstæður.

Nice Boys

“Nice Boys dont play rock and roll”, þessi setning segir sjálf um hvað textinn fjallar. Lagið er ágætt með skemmtilegu viðlagi sem endurtekur sig samt kannski einum of oft.

Move to the City

Ég gæti vel trúað því að Axl Rose hafi samið textann þegar hann var að flytja til “frumskógarins”, Los Angeles. Lagið er ekki skemmtilegt og ekki eins grípandi og hin lögin.

Mama kin

Eftir því sem ég best veit spiluðu Aerosmith lagið upphaflega. Ég hef ekkert almennilega áttað mig á textanum en lagið er hressilegt og skemmtilegt.


Hin fjögur lögin eru kassagítarlög. Að sögn Duff McKagan, bassaleikara hljómsveitarinnar tók bandið þau lög upp þegar þeir voru blindfullir. Lögin eru frábær og upptökurnar eru líka til sóma þrátt fyrir vímuna sem bandið var í á meðan á upptöku stóð.


Patience

Fallegasta og besta lagið á disknum að mínu mati. Textinn fjallar um þolinmæðina og söknuðinn og byrjar það á rólegu og afslappandi blístri Axl Rose.

Used to love her

6. lagið á disknum er skemmtilegt grínlag. Lagið inniheldur frábært sóló Slash's, sem er eitt skemmtilegasta kassagítarsóló í rokki sem ég hef heyrt á ævinni. Textinn er skemmtilegur: “I used to love her, but I had to kill her.”

You're crazy

Lagið kom áður út á Appetite for Destruction disknum með rafmagnsgítörum en bandið spilaði þetta aftur inná Lies-diskinn í kassagítarútgáfu. Textinn er um óendurgoldna ást og inniheldur lagið örlítinn kántrístíl. Axl Rose beytir í laginu frumlegri rödd sem að ég hef ekki heyrt í neinum öðrum GN'R.

One in a million

Síðasta lag disksins er One in a million. Það er ágætis lag, byrjar á blístri, eins og Patience og byggir sig upp og verður þyngra og þyngra. Textinn fékk mikla athygli vegna rasismans og margir héldu að Axl Rose væri haldinn kynþáttafordómum, en Axl Rose sagði að þetta væri um skoðanir ungs bæjarstráks, eins og kom líka fram í textanum.

SNILLDARDISKUR

Takk fyrir mig.

JPJ