Í dag miðvikudag hefst MH Sullið, eitt alstærsta neðanjarðarmúsík festival landsins. 3 daga í röð munu koma fram rjóminn af bílskúrsböndum borgarinnar, allt frá rokki yfir í raftónlist.
Allir tónleikar verða haldnir í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð og er dagskráin sem hér segir:

miðvikudaginn 4. febrúar, dagskrá hefst klukkan 21:00 og stendur til 24:00

Of stars we are
The Dr. Phils
Sound of music
Tvítóla
Gaur

Fimmtudaginn 5. febrúar, hefst 21:00 og stendur til 24:00
Genocide
Bob
Ginnungagap
Andrúm

Föstudagur inn 6. febrúar, frá 20:00 og stendur til 24:00
Zero1Zero2
The Birdies
DNA
Rok
Isidor
Tímor Mínus
Saab

Verð fyrir þá sem eru ekki í nemendafélaginu
- armband fyrir öll þrjú kvöld 600 krónur.
- eitt kvöld 400

Fyrir NFMH armband 500 kall
- 300 stakt kvöld


Ölvun er óæskileg og óásættanleg.
Þetta er einstakt tækifæri til að mæta og sjá fræ tónlistarinnar spretta úr frjóum svörði norðurkjallarans, sem þegar hefur alið af sér margar stærstu hljómsveitir Íslands. Ef þú misstir af frumraunum Purrks Pillnikks, BB Bruna, Tappa Tíkarrasss, Stuðmanna og fleirra er þér skylt að mæta.

Hver veit nema einn daginn eigirðu eftir að segja, “Ha ofurbandið Tvítóla? Þeir eru íslenskir sonur minn, ég sá þá í Norðurkjallara forðum daga!”