Fréttatilkynning frá Rokksveitinni Mínus



Rokksveitinni Mínus þykir leitt að tilkynna að vegna ákvarðanna forráðamanna Samfés og Æskulýðsráðs Hafnafjarðar hefur hljómsveitinni verið meinað að koma fram á fyrirhuguðum tónleikum í Laugardalshöllinni 27. febrúar nk og á Grunnskólahátíð Hafnafjarðar 19. febrúar nk.



Hljómsveitin var beðin um að koma fram á báðum ofangreindum tónleikum fyrir nokkru síðan. Stjórn Samfés treystir sér hins vegar ekki lengur til að standa við gerða samninga við sveitina nema að Mínus menn undirriti yfirlýsingu um að þeir hafi aldrei neitt ólöglegra eiturlyfja. Þetta telja þeir sem kalla sig forsprakka æskufólks nauðsynlegt til að við getum talist hæfar fyrirmyndir til að spila fyrir unglinga. Við í Mínus höfnum með öllu forræðishyggju sem þessari og teljum það vanvirðingu við okkur að vera beittir þvingunum með þessum hætti. Hljómsveitarmeðlimir eru frjálsir menn í frjálsu landi og við munu tjá okkur þeim hætti sem við viljum þegar við viljum.



Aldrei undir nokkrum kringustæðum mun sveitin taka ráðleggingar eða láta kúga sig til að skrifa undir yfirlýsingu af hvaða tagi sem hún kanna að vera frá fólki sem ber enga virðingu fyrir greind unglinga.



Við aðdáendur sveitarinnar viljum við segja Samtök félagsmiðstöðva vilja augljóslega hugsa fyrir ykkur. Leggja til fyrirmyndir sem fyrst og fremst snúast um sterilar týpur, græðgi og peningadýrkun. Mínus hafa aldrei snúist um það og það vitið þið.

Ef háleit markmið Samfés og annarra fanatíkusa eru farin að snúast um það að búa til eina skoðun og eina fyrirmynd sem æsku Þjóðarinnar leyfist að njóta þá styttist í að “hitlersæskan” verði endurvakin í nýrri mynd hér á landi.



Mínus munu skipuleggja tónleika fyrir alla aldurshópa á eigin vegum eins fljótt og unnt er.





Kv Mínus