Einn góðan veður dag fengu fimm ungir drengir úr litla iðnaðarbænum Fagersta í Svíþjóð send til sín bréf. Árið var 1993 og sá sem að sendi bréfin var Herra Randy Fitzsimmons, en enginn veit hver hann er í raun og veru… Hann semur alla þeirra tónlist en hefur samt aldrei sést. Sögusagnir eru samt á sveimi þess efnis að Randy sé í raun og veru Dr. Matt Destruction, bassa leikari The Hives.
JáJáJá, hvernig læt ég… Ég á eftir að kynna meðlimi sveitarinna! Þeir eru sum sé Dr. Matt Destruction sem að leikur á bassa, Nicholaus Arson sem er annar gítarleikaranna, Vigilante Carlstroem er síðan hinn gítarleikarinn, svo eru það trymbillinn Chris Dangerous og síðast en ekki síst sá sem að sér um sönginn, Howlin' Pelle Almqvist.
Árið 1995 hófu þeir að vekja athygli í Svíþjóð. Lög þeirra voru stutt og hröð og sviðsframkoma þeirra öðruvísi en áður hafði sést. Einhver sniðugur sá þá og bað þá um að taka eitthvað af efni sínu upp og gefa það út. Svo varð úr að þeir skrifuðu upp á samning hjá Burning Heart Records.
Árið 1996 gáfu þeir út smáskífu sem að hét “Oh Lord! When? How?”. Og í kjölfar hennar er síðan gefin út fyrsta breiðskífa þeirra sem að heitir “Beraly Legal”. Þessi skífa berst um heiminn og vekur mikla athygli meðal rokk-áhugamanna sem og annarra. Árið 1998 gefa þeir síðan út smáskífuna “a.k.a I-D-I-O-T” og er það síðasta efnið sem að þeir gefa út í langan tíma vegna þess að þeir missa samband sitt við Randy Fitzsimmons.
Eftir tveggja ára pásu gefa þeir loks út aðra breiðskífu sína og hlaut hún nafnið “Veni Vidi Vicious”. Þessi plata seldist mun meira en fyrri breiðskífan, kannski vegna þess að hún var ekki eins hrá og sú fyrri og þar af leiðandi þægilegri í hlustun.
Árið 2001 komast þeir síðan á samning hjá Poptones Records. Gefin er út nokkurs konar safnplata, með besta efni breiðskífanna tveggja auk nýs efnis og er þessari skífu dreift út í Bretlandi. Skífan heitir “Your New Favorite Band”.
Þeir félagar hafa spilað á tónleikum nánast um alla Evrópu og einnig víða í Bandaríkjunum. Þeir félagar spiluðu einmitt á Icelandic Airwaves hátíðinni í fyrra. En það voru seinustu tónleikarnir sem að þeir spiluðu á í bili. Þeir eru víst að vinna að nýrri plötu núna svo það er bara að víða spennt/ur og sjá…..


_______________Geisladiskarnir___________ ____
Barely Legal, Burning Heart Records, 1997
Veni Vidi Vicious, Burning Heart Records, 2000
Your New Favourite Band, Poptones, 2001
.ZeLLa.