Pearl Jam – Yfirlit og bestu lögin. Mig langar að skrifa nokkur orð um hina frábæru hljómsveit Pearl Jam sem er mín uppáhalds, og einnig ætla ég að nefna 10 bestu lögin með þeim að mínu mati.
Hljómsveitina hefur að mestu haldist óbreytt í gegnum tíðina, fyrir utan nokkur trommaraskipti, en þeir sem hafa alltaf verið eru Stone Gossard (gítar), Mike McCready (gítar), Jeff Ament (bassi) og hinn frábæri söngvari og gítarleikar Eddie Vedder. Í augnablikinu er það trommarinn Matt Cameron sem spilar með þeim félögum.
Strákarnir eru allir frá Seattle og hafa þeir staðið saman í gegnum erfiða tíma hvað varðar tilraunakenndar og söluláar plötur, en það var ekki fyrr en árið 1992 sem þeir slógu fyrst í gegn með plötunni Ten og árið seinna með hinni frábæru Vs. Þó svo að plötusala fari minnkandi með árunum þá hafa þeir gefið út fleiri en 50 tónleikaplötur, bara á árunum 2000/01, og selja þær ennþá í miklu magni til trúhollra aðdáenda. Það sýnir gífurlegt þrek hljómsveitarinnar og þeir hafa lifað lengur en mörg bönd frá þessu tímabili, til dæmis Soundgarden, Smashing Pumpkins og Alice in Chains.

Þegar Ten kom út varð hún ein söluhæsta “grunge” platan, vegna þess hve aðgengilega hún var og innihélt 11 þrusugóð lög sem voru hver öðru betri. Fyrsti helmingurinn inniheldur þau lög sem urðu mest vinsæl, eins og ‘Alive’, ‘Even Flow’ og ‘Jeremy’, sem áttu öll mestan þátt í að gera plötuna vinsæla. Ef kafað er dýpra þá finnast fleiri dæmi um það klassíska rokk sem Pearl Jam gerir svo vel – lög eins og ‘Porch’ og ‘Deep’ , sem gerðu plötuna að heild.
Uppáhaldslögin mín á Ten eru Black, Even Flow, Alive, Garden og Release.

Ári seinna skelltu drengirnir fram nýrri undra-afurð, Vs., sem sýndi og sannaði hvers strákarnir voru megnugir – hún var hrá, áköf og ástríðufull. Hið stutta byrjunarlag ‘Go’ kemur manni á sporið, ‘Animal’ fylgir strax á eftir og þannig heldur platan áfram, ein stór hamingja! Stórgóð gítarsóló og frábær söngur í Eddie kallinum fá hjartað til að slá hraðar. Þegar Vs. kom út eignaði hún sér met: hún seldist hraðar en nokkur önnur plata – nokkurn tímann! (þangað til N’Sync hreppti það af þeim :o( )
Uppáhaldslögin mín á Vs. eru (erfitt að gera uppá milli þeirra samt) : Animal, Daughter, Rear View Mirror og Indifference.
Þessar tvær plötur eru bara brot af því sem sveitin hefur gefið út, en þær marka upphafið að frábærri sigurgöngu einnar bestu hljómsveitar sem uppi hefur verið. Fleiri plötur má nefna Vitology, No Code, Yield og fleiri fleiri bootleg plötur sem hafa verið gefnar út á síðust árum.
Hér er listinn yfir þau 10 bestu lög sem mér finnst Pearl Jam hafa gert (tek það fram að þau eru ekki í neinni röð):

1. Low light (Yield)
2. Yellow ledbetter (Ýmsar tónleikaplötur)
3. Better Man (Vitology)
4. Nothingman (Vitology)
5. Black (Ten)
6. Garden (Ten)
7. Corduroy (Vitology)
8. Rear View Mirror (Vs.)
9. Even Flow (Ten)
10. Given To Fly (Live on two legs)

Hljómsveitin var síðast á Evrópu ferðalagi árið 2000, en hættu eftir hörmungar Hróarskelduhátíðarinnar (hræðilegt, ég sá Eddie gráta :o( ) og ekki er enn vitað hvenar þeir snúa aftur. Árið 2004 verður sennilega ekki mikið ferðaár þar sem þeir verða í stúdíói. En helstu heimildar herma að þeir muni byrja aftur tónleikahöld á næsta ári. Þá er bara að krossleggja fingurnar og byrja að safna !!! Fyrir þá sem vilja fylgjast með öllu sem viðkemur PJ er þeim bent á http://forums.pearljam.com.

Þess má að lokum geta að Eddie Vedder er tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna þann 25.janúar fyrir lagið “Man of the hour” úr myndinni Big Fish, en hann bæði semur og flytur lagið. Þarna keppir hann ekki á móti ófrægari mönnum en Elton John, Sting og Bono. Go Eddie!!!!