Um daginn gerði ég grein um snillinginn og ofur töffaran John Frusciante gítarleikara red hot chili peppers og nú er það meðlimur hans í rhcp Anthoy Kiedis söngvari sem ég ætla að skrifa um. Allir ættu að kannast við hann en frábær söngvari og massa svalur gaur.
Anthony : Antwan The Swan : Æskan
Anthony Joseph Kiedis er fæddur 1.nóvember 1962, Michigan og er orðinn 41 ár gamall kallinn en samt sem áður kann hann að rokka og er ekkert búinn á því, langt því frá. Foreldrar hans John Kiedis og Margaret Elizabeth Idema giftu sig 1960 og átti Anthony 3 systkyni, James, July og Jenn. Anthony tók sig til þegar hann var 12 ára og svaf hjá 18 ára kærustu pabba síns sem hét Kimberley, helviti nettur bara. Anthony var eins og John allur í dópinu og var byrjaður að dópa um 14 ára aldur. Tónlistarmenn sem höfðu mikil áhrif á hann voru t.d Jimi Hendrix og Led Zeppelin og má nefna fleiri eins og Stevie Wonder, Iggy Pop, Lou Reed, Bob Marley, Defunkt og Sly Stone. Þegar Anthony var 6 ára skildu mamma hans og pabbi og Anthony fluttist til Los Angeles með pabba sínum.Sonny Bono var eins og faðir fyrir Anthony á hans yngri árum en Anthony er oft kallaður “Antwan The Swan”. Hann hefur verið með nóg að kellingum og nenni ég ekkert að telja þær upp hér því það skemmtir engum.
Red Hot Chili Peppers : dauðinn, dópið og vinsældirnar
Anthony hitti Flea þegar Flea var að lemja besta vin Anthonys í skolanum og urðu þeir vinur við það þótt ótrulegt sé, Flea, Hillel og Anthony eyddu öllum stundum saman eftir þetta reykjandi og talandi um musik. Hillel og Flea voru eitt sinn að spila saman á stað að kvöldi einu þegar Anthony stökk uppá svið hjá þeim og rappaði ljóð sem var “Out In La” sem hann samdi og var þá hljómsveitin beðin að koma aftur seinna og við það eða árið 1983 stofnuðu Anthony , Flea og Hillel þeir hljómsveit sem kallaðist Red Hot Chili Peppers sem Jack Irons gekk fljótlega í og fóru þeir að halda gigg víða um Los Angeles.Nafnið á hljómsveitinni var hugmynd Anthony´s en RHCP voru fljótlega orðnir nokkuð þekktir fyrir tryllta sviðsframkomu og skrýtnan klæðaburð, má þar nefna að á ófáum tónleikum hafa þeir spilað allsberir en hafa látið það vera á seinni árum en Flea er enn í dag ávallt í furðulegum fötum og held ég að ég hafi aldrei séð hann í venjulegum fötum. Fljótlega voru rhcp orðnir eitt vinsælasta bandið í LA og lönduðu fljótt plötusamning og gáfu út 3 plötur áður en Hillel dó. Anthony og hann voru orðnir svo djúpt sokknir í heroin neyslu að það endaði með að Hillel “overdozaði” og dó. Anthony var við það í sárum eftir að hafa misst sinn besta vin og fór til Mexico í 5 vikur, réttara sagt til lítils fiski þorps þar sem hann drakk, veiddi og gekk um en sneri aftur heim en þá hætti Jack Irons trommari og voru Flea og Anthony einir eftir en fengu til liðs við sig Chad Smith trommara og John Frusciante á gítar og við það gerðu þeir Mothers Milk 1989 og varð það til að þeir urðu vinsælir og gáfu síðan út hina mögnuðu blood sugar sex magik sem gerði þá heimsfræga en eins og ég sagði frá í Johnny greininni minni þá hætti John og hann og Anthony urðu hinir mestu óvinir. 1995 gáfu RHCP út plötuna one hot minute en þá var Dave Navarro á gítar. John kom svo aftur 1997 og gáfu þeir út californication og síðar by the way og seldust þær gríðarlega, svo seinast kom út greatest hits & videos.
Anthony : Staðreyndir
- Anthony og Flea á sínum yngri árum léku sér oft að því að fara uppá þak á húsinu við hliðina á og stökkva í sundlaugina þeirra en Anthony hitti ekki einu sinni og braut á sér bakið.
- Anthony hefur farið á marga athyglisverða staði og má þar nefna India, skóga Barneo og S-Ameriku.
- Anthony heldur með LA Lakers og gerði eitt sinn lag um Magic Johnson sem er á Mothers Milk.
- Henky Penky er gaurinn sem hefur gert flest tattoo Anthonys.
- Anthony er grænmetisæta.
- Anthony hefur eitthvað leikið líka í sjónvarpsþáttum og myndum, allt í litlum hlutverkum.
- Anthony hefur mikinn á áhuga á mótórhjólum og á ófá hjólin.
- Anthony hefur brotið nánast allt sem hægt er að brjóta á tónleikum.
Textarnir : Sex, Drugs and Rock & Roll
Textar Red Hot Chili Peppers er allt saman eftir Anthony, hann keypti dóp undir ákveðinni brú í L.A af klíku og það fjallar einmitt hið fræga lag under the bridge um. Margir textar Anthonys fjalla um Hillel gamla vin hans og má þar nefna Knock Me Down. Textarnir fjalla aðallega um kynlíf og dóp en hafa breyst í dag og er hann kannski aðeins búinn að breyta um stíl í textagerð enda löngu hættur að dópa.
Anthony : Anthony og John
John Frusciante og Anthony voru á árunum 1992-1997 hinir mestu óvinir og töluðust ekkert við nema þegar þeir hittust á hinum ýmsu hátíðum og svoleiðis, John hélt samt sambandi við Flea. Hér er smá bútur sem tekið var við Anthony sumarið 2003 en Anthony var spurður um samband þeirra á árunum þegar John var ekki í bandinu.
It was pretty weird. I didn´t talk to him the whole time he wasn´t in the band, except for a couple of times I ran into him and it was always awkward and uncomfortable. And I knew there was tonnes of animosity between us, at least I felt tense toward him, and I can only imagine from the things that i heard and the way he reacted towards me that he was felling that same kind of negative animosity towards me. But at the same time, I still loved him a lot, and as pissed of as I was and as much as I kind of hated him sometimes. I loved him much more. You know that kind of weird, brotherly thing where you just wanna, like, smack him in the face but you´d do anything for him. Then when he finally kinda resurfaced, it became clear that he was interested in playing with us again. We got together and we had both been trough so much: so much pain and hard times, that we saw each other and was like, “You know what? Nothing else matters. We love each other and that´s all that matters”. Then all of that hatred and animosity just kind of didn´t mean anything anymore. It had lost all of its power. We sort of felt we might have to have these big, drawn-out discussions, but really, we didn´t. Just being together, we knew that all have been forgiven and that it was a new era. It was a lot easier than I thougt it would be.
John og Anthony eru nú bestu félagar og eyða miklum tíma saman spjallandi og hlustandi á musik og mikið á doo wop.
Anthony er náttúrulega endalaust svalur og frábær textahöfundur og söngvari, bara snillingur úti eitt. Vona ég að einhver hafi haft gaman að þessari grein og endilega segið skoðun ykkar á greininni hér. Ég sendi greinina inn hérna um daginn en þá var hún of stutt ???? sem hún er ekki því það eru mun styttri greinar hér og líka stundum á köflum hræðilegar greinar hér sem er ömurlega stafsettar.
Kv.
Follmandan