
Þessa tónlist semur hljómsveitin Pelican.
Ég sá review af plötunni Australasia með Pelican um daginn og festist gjörsamlega í henni eftir það. Það er frekar ótrúlegt að þessi plata hafi verið gerð af fjórum strákum frá Chicago en ekki af móður náttúru sjálfri. Það eina mannlega við lögin er að þau eru gerð með gítar, bassa og trommum. Enginn söngur.
Lagalisti:
1. NightEndDay [11:14]
2. Drought [08:23]
3. Angel Tears [10:59]
4. gw [03:34]
5. [05:20]
6. Australasia [10:48]
NightEndDay: Verulega flott lag sem opnar diskinn á einstakan hátt
Drought: Fylgir NED vel á eftir með ferskum riffum og fleyri fléttum
Angel Tears: Soltið hægara en fyrstu tvö og hljómar eins og endirinn á þriggja laga stormi
gw: Flott tsjillaðra lag sem er ekki jafn heilsteypt en fyrstu þrjú. Snilld, en of stutt.
: Lag númer fimm er ógeðslega flott kassagítarlag sem sker sig útúr plötunni með því að hafa ekkert nafn.
Australasia: Titillag plötunnar með sömu stemmingu og fyrstu þrjú. Magnað.
-Enjoy