Góðan daginn Hugarar nær og fjær !
Ég væri alveg til í að halda áfram umræðunnni um hljómsveitina ódauðlegu, Nirvana. Nirvana sem er stofnuð 1987 og hætti 1994 þegar Laga og Textasmiður bandsins Kurt Cobain stytti sér aldur. En á þessum sjö árum gáfu þeir út fimm breiðskífur Bleach, Nevermind, Incesticide, In Utero og Unplugged In New York.
Eftir lát Kurts hafa komið út tveir safn diskar From The Muddy Banks Of The Wishkah þar sem öll lögin eru live og síðan safndiskur sem heitir bara Nirvana eða best of Nirvana.
BLEACH:
Var gefinn út árið 1989 þegar Chad Channing barði drumbur bandsins. Þetta er “þyngsta” plata þeirra félaga.
Helstu slagarar: Blew, About A Girl, School, Love Buzz, Negative Creep og Swap Meet.
Nevermind:
Var gefinn út í Ágúst 1991. Platan sem þeir sigruðu heiminnn með.
Helstu slagarar: Smells Like Teen Spirit, In Bloom, Come as you are, Lithium, Drain You og On A Plain.
Incesticide:
Var gefinn út rétt fyrir jólin 1992.
Helstu slagarar: Dive, Sliver, Been A Son, Molly´s Lips og Aneurysm.
In Utero:
In Utero eða í móðurkvið var gefinn út 1993. Upptakan á disknum þótti ekki góð þar sem heyrðist lítið sem ekkert í bassanum.
Helstu slagarar:Serve the Servants, Heart Shaped Box, Rape Me, Dumb, Pennyroyal Tea og Radio Friendly Unit Shifter.
Unplugged In New York:
Þessir rafmögnuðu tónleikar í “nýju jórvík” 18 Október 1993 finnast mörgum vera besta performancið sem Nirvana hefur gert. Á þessum tónleikum tóku þau nokkur af sínum bestu lögum í bland við cover eins og The Man Who Sold The world, Where Did Sleep Last Night, Lake of fire og fleiri.
From The Muddy Banks Of The Wishkah:
Þessi Live dsikur var gefinn út árið 1996. Lög eins og Drain You,Smells Like Teen Spirit, Lithium, Negative Creep, Breed og fleiri stórkostleg lög, á disknum er einnig lagið Spank Thru sem var ekki gefið út á neinn disk fyrir utan þennann en lagið er algör snilld.
Best of Nirvana:
Diskurinn var gefinn út 28 október 2002. Af þeim Dave Grohl, Krist Novoselic og Courtney Love en þau völdu löginn á dislinn eftir því sem ég best veit þið verðið þá bara að hýða mig ef það er vitleysa. Þessi diskur innheldur einnig lagið You know you are right sem átti upphaflega að vera eitt af helsu smellunum á næstu plötu Nirvana. Og lagið var recordað meðan Kurt var í sem mestum vandræðum með lífið. Öll vinsælustu lögin voru sett á þennan disk eins Teen Spirit, Rape Me, Pennyroyal Tea, Come As You are, Lithium og fleiri.
…..Jæja þá er léttri yfirferð á þessi meistarastykki lokið. Persónulega finnst mér svakalega erfitt að gera upp á milli diskanna en ætli ég myndi ekki segja Bleach eða In Utero en þessir diskar eru eiginlega hver öðrum betri.
Þá er það spurninginn hvað finnst ykkur ?