Hérna kemur grein um bandarísku hljómsveitina Adema sem mér finnst vera mjög góð hljómsveit.
Hljómsveitina skipa:
Mark “Marky” Chavez – Söngur
Mike Ransom – Gítar
Tim Fluckey – Gítar
Dave DeRoo – Bassi
Kris Kohls- Trommur
Mark Chavez ólst upp í Bakersfield í Bandaríkjunum og vann á leikskóla og þekkti marga í frægustu staðarhljómsveitunum eins og SexArt sem síðan breyttist í Juice en meðlimir Juice áttu eftir að Stofna Adema.
Mark og Mike Ransom voru miklir vinir og þeir þekktu ágætlega tvo meðlimi Juice, þá Tim Fluckey og Dave DeRoo en í henni var líka Ryna Shuck sem er gítarleikari Orgy. En þetta voru ekki einu tengsl sem Mark hafði við tónlist því hálfbróðir hans er söngvari Korn, Jonathan Davis.
”Hann er sá sem hefur haft mest áhrif á mig og það besta sem hann hefur gert fyrir mig var að segja mér hvenær ég væri ekki nógu góður” sagði Mark einhvern tíman um Jonathan Davis.
Hljómsveitin byrjaði að spila á fullu og gera demó en þeim vantaði alltaf fastan trommara en Kris Kohls byrjaði þegar þeir komu í bílskúrinn heima hjá honum til að fá hann til að spila með þeim 2 lög, en þá var Kris í hljómsveit sem hét Videodrone, eftir þessi 2 lög gekk Kris í Adema.
Án þess að hafa stigið á svið til að spila fyrir áhorfendur gerðu þeir samning við plötufyrirtækið Artista og leigðu þeir sér skála í Kaliforníu til að semja efni á disk og fyrsta kvöldið sem þeir voru þar tengdu þeir öll hljóðfærin og græjunar og byrjuðu að spila og fyrsta lagið sem þeir kláruðu var Giving In.
Mark segir að Giving In sé um áfengisneyslu sem hann var í um tíma en hann sagðist hafa misst öll tengsl við heiminn þegar hann var alltaf fullur,í einu viðtali sagðist hann líka reyna að semja lög sem fær fólki til að líða vel og segir að alltof margir rokkarar syngja bara um hvað lífið er ömurlegt t.d er í mörgum textum t.d.” Boo hoo, my parents, boo-hoo, life's so bad, But you know what? Life ain't that bad."
Þeir tóku svo upp disk sem hét Adema í L.A og diskurinn kom út árið 2001, lagið “Giving In” sló strax í gegn og því var svo fylgt eftir með laginu “The Way You Like It” og það munaði engu að diskurinn kæmist í platínum sölu.
Eftir að diskurinn kom út tóku við tónleikar og þrátt fyrir að þeir hefðu aðeins sent frá sér einn disk komust þeir á stóra sviðið á Ozzfest 01-02 sem er frábær árangur og við tók tónleikaferðir með Drowning Pool og Disturbed og síðan túr með Linkin Park. Við þetta bættu þeir verulega við aðdáendahóp sinn og þeir voru líka að fá frábæra dóma hjá tónlistarblöðum t.d. Rolling Stones og NME.
Árið 2002 gáfu þeir svo út EP disk sem innihélt 7 lög t.d. live útgáfu af “Giving In” og síðan lagið “Nutshell” með Alice in Chains í þeirra útgáfu og síðan voru líka Remix lög, diskurinn innihélt líka 3 Video.
Næsti diskur kom svo út 2003 og heitir hann Unstable og pródurserinn á þeim disk er Howard Benson sem hefur einnig starfað með Hoobstank og POD. Fyrsta smáskífan af disknum var lagið Unstable sem varð nokkuð vinsælt.
Kris Kohl segir um hljómsveitina að þetta sé alvöru rokkhljómsveit sem elskar að spila á sviði og það sést á tónleikum með þeim, og að þeir séu frekar tónleikaband heldur en útvarpsband.
Mark Chavez segir það nýji diskurinn láti mann vilja hlusta á þann gamla aftur, alveg eins og allir nýjir U2 diskar, en hann heldur mikið uppá U2 og þá sérstaklega Bono sem honum finnst vera frábær söngvari með ótrúlega góða rödd og Mark segist hafa æfa röddina 3svar í viku til að verða betri söngvari.
Vonandi finnst ykkur þetta góð grein og góð hljómsveit, ef þið viljið sjá greinar um hljómsveitir þá endilega stingið uppá einhverjum.
Heimildir: www.ademaonline.com
www.adema.pt.vu