Bandaríska pönkhljómsveitin HARUM SCARUM mun heiðra skerið með nærveru sinni dagana 13-14 febrúar næstkomandi og verða haldnir tvennir tónleikar með þeim.
Föstudaginn 13.2 í TÞM útá Granda (þar sem Andkristnihátíðin var haldin)
Harum Scarum
Dys
Innvortis
o. fl. óstaðfest
ALL AGES. 1000 kr inn og hefst um 20:00
Laugardaginn 14.2 á Grand Rokk
Harum Scarum
Kimono
o. fl. óstaðfest
20 ára aldurstakmark. 1000 kr inn og hefst ábyggilega ekki fyrr en eftir 22:00
Það eiga eftir að koma ítarlegri upplýsingar um báða tónleikana hér á töfluna og víðar þegar nær dregur. Fylgist með.
Smá upplýsingar um Harum Scarum:
Harum Scarum er tríó og inniheldur eingöngu stelpur. Þær hafa verið að spila pönkið sitt vítt og breitt síðan 1997 en þær eru nú að fara á sinn þriðja Evróputúr auk þess að hafa túrað Bandaríkin oft og mörgum sinnum.
Þær hafa verið í fjölmörgum öðrum hljómsveitum og ber þar helst að nefna bönd eins og t.d. Sleater Kinney, Yankee Wuss og The Riffs.
Tónlist þeirra er melódískt en reitt og rífandi hc pönk og þær eru óhræddar við tilraunastarfsemi og frumleika. Þær eru hápólitískar og syngja óspart um feminisma, anarkisma og svo framvegis.
Um þessar mundir er að koma út þriðja breiðskífa þeirra sem ber titilinn “the last light” en sú plata er pródúseruð af Matt Bayles sem m.a. hefur unnið með Tragedy og Pretty Girls Make Graves og platan kemur út á labelinu Partners In Crime sem trommari HS á með Billy úr Tragedy.
Nánari upplýsingar og mp3 með bandinu verða sett á www.dordingull.com/tonleikar eftir nokkra daga.