Hljómsveitina skipa:Tim “Herb” Alexander trommur,
Larry LaLonde gítar,söngur.
Les Claypool bassi,söngur.
Ég heyrði fyrst í hljómsveitinni þegar ég keypti mér diskinn The family values tour 1999 (ég mæli einnig með honum)og hvílíkir snillingar. Les Claypool fer fremstur í flokki sem snilldar bassaleikari og ég held að hann sé bara sá besti í heiminum í dag! Larry LaLonde er heldur ekkert verri hann er afbragðs gítarleikari og hefur unniið sér inn gott orðspor. Ég hef ekki mikið af honum Tim “Herb” af segja nema að það hlýtur að vera erfitt að fylgja Les eftir.
Svona er laglistinn.
1.Seas of cheese (:42)
2.Here come the bastards (2:53)
3.Sgt. Baker (4:13)
4.American life (4:31)
5.Jerry was a race car driver (3:11)
6.Eleven (4:18)
7.Is it luck? (3:27)
8.Grandad's little ditty (:37)
9.Tommy the cat (4:14)
10.Sathington Waltz (1:42)
11.Those damned blue - collar tweekers (5:18)
12.Fish on (Fishermans Chronicles,Chapter 2) (7:42)
13.Los Bastardos (2:39)
Fyrsta lagið er bara “intro” sem er bara eitthvað rugl eins og nokkur önnur “lög” á plötunni. Here come the bastards er á gætis lag en er alltof stutt. Sgt. Baker heitir þriðja lagið á plötunni og það er eittaf bestu lögum þeirra að mínu mati.Næsta lag á plötunni er ekkert verra en ekki jafngott að mínu mati.Jerry was a race car driver er líka með betri lögum á plötunni en á eftir því kemur örugglega versta lagið á plötunni. Grandad's little ditty er heilar 37 sekúndur af manni sem er að syngja í sturtu eða eitthhvað álíka! Lag númer 9 á plötunni heitir Tommy the cat,það er algjört snilldar lag og er besta lagið á plötunni finnst mér. Sathington Waltz er líka bara eitthvað bull sem ég nenni ekki að skrifa um. Those damned blue - collar tweekers er ágætis lag sem er alveg hlustanlegt og mér finnst það bara skemmtilegra eftir því sem ég hlusta meira á það. Fish on kallast næstseinasta lagið á plötunni og jafnframt það lengsta á disknum það er mjög fínt lag en kanski aðeins of langt. Los Bastardos er síðasta lagið á plötunni og er svona einskonar endir á Here come the bastards,ágætt lag.
Uppáhalds lögin mín á þessari plötu eru:Sgt. Baker,American life,Jerry was a race car driver,Tommy the cat og Fish on.
Frábær plata,mæli sterklega með henni!****/*****
Lífið er saltfiskur