Verð nú að svara þessu:
Erlent:
A Perfect Circle - The Thirteenth Step (eftir að ég heyrði Mer de Noms, þá beið ég eftir þessu, og guð veit að þeim tókst það, nauðgaði þessari plötu svo í ræmur að það var einsog ég væri að fá Opiate eða undertow í hendurnar aftur)
Placebo (góð plata frá einu af mínu uppáhalds bandi,góð en samt ekki Without You I'M nothing)
Deftones - Deftones (já þeir eru alltaf að verða harðari og harðari, og ekkert nema gott um það að segja, White pony var mjög góð, og þessi bætir ekki miklu við, enda þarf kannski engu að bæta við það sem þegar er orðið fullkomið?)
Radiohead - Hail to the thief (Tom og félagar sýna það svo og sanna að þeir hafa það ennþá, plata sem fór ekki úr spilaranum mínum lengi)
Muse - Absolution (Já, ég var ánægð, ég var mjög ánægð, bara já)
Marilyn Manson - the golden age of grotesque (Já, hann bregst aldrei, örlítið breyttur, enginn Antichrist Superstar, enn alls ekki síðri, mörg lög sem maður verður hreinlega háður þarna)
The Mars Volta - De loused in the… (ég verð að viðurkenna að ég næstum grét þegar At The Drive In hættu, og sparta, ekki létu þeir mér líða betur, en Mars Volta, ég endurheimti trú mína.. JÁ!)
Íslenskar:
Brain Police - Brain Police (HVAÐ ER AÐ!! jenni hefur svo þessa rödd, þeir hafa svo allt, ég bara, vá,)
200. 000 Naglbítar - Hjartagull (mjög góð plata, þeirra besta að mínu mati)
Mínus - Halldór Laxness (góð plata, en bara ég get ekki að því gert að bera hana saman við Jesus Christ Bobby og hún stenst þann samanburð ekki)
DVD -
Gat ekki á mér setið því að það komu út svo margir góðir DVD diskar í ár
1. Tool - Salival (Hef beðið lengi eftir þessu, geðveikir tónleikar með mjög blönduðu efni, og það veit guð að Maynard er einn sá besti sem ég hef séð á tónleikum)
2. Jeff Buckley - Live in chicago (Kom höndunum yfir þennann grip, sem ásamt Live in Chicago inniheldur diskinn Mystery White boy, Buckley var jafnvel betri live en í stúdíói og eru lögin hans svo mögnuð að maður fær bar akökk í hálsinn, mæli sérstaklega með “lover you should've come over” og “Dream Brother”)
3. Foo Figthers - Everywhere But Home (fínir tónleikar og mjög gaman að heyra frá tónleikunum í höllinni)
(How the west was won, efað hún kom út á þessu ári, þá deilir hún allveg topplsætunum með buckley og tool, enda plant og page tónlistarmenn af guðs náð)
Jæja, þetta átti ekki að vera svona langt, but anyhows..
Mc with
Tja íslensk tónlist virðist alltaf verða þynnri og þynnri með hverju árinu sem líður.
Íslenskar plötur:
Mínus - Halldór Laxness
Maus - Musick
Annars dettur mér ekkert annað nema þá kannski Brain Police í hug en ég hef bara því miður ekki hlustað á diskinn með þeim ennþá.
Erlent.
Muse - Absolution: Var bara frekar ánægður með hvað Matt er farinn að gera núna, þeir virðast vera þroskast með hverjum disk og það að setja nánast bara heila sinfóníuhljómsveit inn fannst mér virkilega töff.
Bestu lög disksins:
Hysteria: Bassalínan í byrjuninni er alveg út úr korti, frábært lag.
Blackout: Rólegt og fallegt lag, róandi gítarspil.
Tsp: Svona alveg ágætlega “Muse-legt” lag.
Deftones - Deftones: Ég er nú die-hard Deftones fan og búinn að vera það í þó nokkur ár, en verð þó að segja að ég varð fyrir ákveðnum vonbrigðum með þennan disk, samt sem áður ágætisdiskur en á ekki roð í White Pony né Around the Fur.
Bestu lög diskins:
Hexagram: Eftir að hafa nánast rústað röddinni í sér með óhóflegum reykingum og kannabisneyslu tekur Chino sig á og rústar öllum með öskrunum í þessu lagi.
Good Morning Beautiful: Abe fer hamförum á trommunum, virkilega flott lag.
Bloody Cape: Besta lagið á disknum finnst mér.
The Mars Volta: Besti diskurinn sem kom út á árinu ásamt Thirteenth Step og líka einn besti diskur bara síðari ára. Ég var fúll og reiður þegar að at the drive-in hættu en þetta er heldur betur sárabót fyrir það. Frábær diskur sem ég fæ bara ekki leið á.
Ég bara veit ekki hvernig ég á að fara að því að segja að eitthvað eitt lag sé betra en annað á þessum disk því að þessi diskur er bara frábær í heild sinni, trommurnar, söngurinn, gítarleikurinn, bassaleikurinn.. Allt frábært!
a perfect circle - Thirteenth Step: Þó svo að vera ekki Tool þá eru diskar a perfect circle frábærir á meðan maður er að bíða eftir næsta Tool disk;P Maynard virðist bara geta orðið betri og betri söngvari og ég held ég hafi bara ekki heyrt hann jafn góðan.
Bestu lög disksins:
The Noose: Uppbyggingin í þessu lagi lætur mig alltaf fá jafn mikla gæsahúð, þetta er án alls vafa (að mínu mati) besta lag disksins þó svo að diskurinn í heild sinni sé mjög góður.
Blue: Finnst Maynard syngja alveg hreint frábærlega í þessu lagi.
Pet: Hvað get ég eiginlega sagt um þetta lag, kröftugt lag og ég virðist alltaf vera staðinn upp að syngja með þegar ég hlusta á þetta lag og finnst mér parturinn “The Boogieman is coming” lang svalastur:D
Poison the Well - You Come Before You:
Frábær diskur með mjög góðan balance á milli þess að “syngja öskrin”, öskra og syngja svo “venjulega”. Ætla leyfa mér að efast um að þeir sem hafi ekki heyrt þennan disk skilji eitthvað hvað ég er að tala um:)
Bestu lög disksins:
Ghostchants: Fyrsta lagið sem ég heyrði af þessum disk og bara virkilega gott lag.
Sounds like the end of the World: Rólegasta lagið á disknum en líka alveg einstaklega gott lag.
Crystal Lake: Mér finnst nú reyndar bara trommurnar í byrjuninni svo út úr korti flottar.
The White Stripes - Elephant
Þó svo að mér finnist trommuspilið í þessari hljómsveit alveg hræðilegt þá bætir Jack það upp með alveg frábæru gítarspili.
Bestu lög disksins:
There's no home for you here: Voðalega fátt sem að ég get sagt um þetta lag, finnst þetta bara gott lag..
I Want to be the Boy that warms Your Mother's Heart: Bara gott lag:P
Ball and Biscuit: Besta lag disksins og það er allt hversu ótrúlega flottur gítarinn er í þessu lagi.
“There is no need for torture, hell is other people.”
0