Þessi plata kom út árið 1998 og er kannski svolítið seint að gera umsögn um hana :þ en ég held að hugi hafi ekki verið starfrækur 1998 (þori ekki að fara með það) og enginn hefur gert umsögn um þessa frábæru plötu þanng það var tími til kominn.

Snillingurinn Elliott Smith syngur og semur alla texta og lög. Og sínir það bara hvað hann var frábær tónlistar maður en hann tók eigið líf nýverið.
Tónlistar stíll hans flokkast aðalega undir sadcore.
En hér eftir ætla ég að gera litla umsögn um hvert lag og segja það sem mér finnst um það.

1. sweet adeline. Þrjár og hálf stjörnur (af fimm mögulegum)

Þetta lag er frekar gott en dálítið lengi að byrja og eru miklar sveiflur milli þess lága og sorglega. Þar er frekar einfalt undirspil í byrjun en svo verður lagið flóknara og hraðra.

2. tomorrow tomorrow. Tvær og hálf stjörnur.

Mjög fallegt lag og með mjög fallegu gítar undirspili en engin sérstök laglína og það hefði mátt bæta og það heillar mann ekkert sérstaklega og situr ekki eftir.

3. Waltz #2 (xo). Fimm stjörnur.

Frábært lag! og ég held að það höfði til allra. Þar er fallegur texti falleg laglína og skilur mikið eftir sig. eignlega ekkert meira að segja um það heldur en allir þurfa að hlusta á þetta lag.

4. baby britain. Þrjár stjörnur.

Þetta lag hefur oft verið valið með bestu lögum hans (ásamt Waltz #2 (xo) ) en það höfðar ekkert sérstaklega til mín aðeins og svona jolly fyrir mig og er eiginlega ekki nógu mikið sadcore lag en þrátt fyrir það er þetta fínnt lag.

5. Pitseleh. þrjár og hálf stjarna.

Gott lag, alvöru sadcore enda ræður kassagítarinn miklu í undir spilinu og það er mjög vel spilað á hann. Eini gallinn er að laglinan kemur ekki nógu vel inn í lagið (að mínu mati) þannig að maður fær fljótt nóg af því.

6. independence day. Þrjár stjörnur.

Oft talið eitt af bestu lögum hans að mínu mati er þetta mjög skemmtilegt lag og gaman að hlusta á en ekki mikið meira.

7. beld white. Þrjár of hálf stjarna.

Skemmtilegt lag kannski heldur djammlegt ekki nógu sadcore en annars mjög skemmtilegt ef þú í góðu skapi.

8. waltz #1. Fjórar og hálf stjarna.

Gott lag með fallegum söng og laglínu. Og það sem einkennir sögin er svolítið eins og röddin sé að bresta hjá honum sem hefur skemtilegan blæ (reyndar einkennir það oft sönginn hjá Elliott Smith). Annars hef ég ekkkert annað um þetta lag að segja nér gagnrína.

9. amity. Tvær stjörnur.

Frekar leiðinlegt lag einkennist eiginlega af síendurteknu orðinu amity (veit ekki hvort það sé nafn eða eitthvað annað afsakið enskukunnáttuna mína). Mér finnst þetta síðsta lagið á disknum og eina sem bjargar því aðeins en stutt en skemmtilega laglína í því.

10. oh well, okey. Fimm stjörnur.

Þetta er frábært lag maður þarf bara að hlusta áðeins á það til að fatta frábærleika þess. Skemmtilegur texti, grípandi laglína, fallega sungið, og flott undirspil.

11. bottle up and explode! Fjórar og hálf stjarna.

Skemmtilegt og grípandi lag og og allhliða skemmtilega en samt er textinn eitthvað furðulegur allavega fatta ég hann ekki ;). og svo endar lagið lagið mjög furðulega en þið verðið bara að kaupa diskinn og sjá (heyra).

12. a question mark. Fjórar stjörnur.

Þetta lag er töluvert öðruvísi en hin því þetta er aðeins rokkaðra en samt er það mjög skemmtilegt. Kannski ekki alveg nógu grípandi en samt mjög gott.

13. everybody cares, everybody understands. Þrjár og hálf stjarna.

Þegar maður byrjar að hlusta á þetta lag er það ekkert sérstakt en byrja koma svo rosalega flott stef og áræðanlega eina lagið á plötunni með blótsyrði sem kemur manni dálítið á óvart því ekkert svoleiðis hefur komið annarsstaðr fyrir á henni :s

14.I didn´t undarstand. Þrjár srjörnur.

Frekar gott sadcore lag(reyndar smá blótyrði á þessu lagi hér en ég veit ekki afhverju ég er að tala um það) en samt frekar venjulegt með engri sérstakri laglínu.


I heidina litið er þetta yndislega plata sem er skildueign á hverju heimili og kemur manni í jólafílinginn (NOT) nei í alvöru talað þetta er frábær plata og ég mundi segja að að ég gæfi henni:

Fjórar og hálfa stjörnu í heildina litið.