Jæja nú langar mig aðeins að skrifa hérna um bestu plötu allra tíma. Þegar ég tala um bestu plötuna er að sjálfsögðu að tala um hið ódauðlega band Nirvana sem gáfu út plötuna Nevermind árið 1991. Þetta var önnur breiðskífan sem þeir gáfu út. Með þessari slógu þeir í gegn út um allan heim. Með laginu Smells like teen spirit í broddi fylkingar. Einnig unnu þeir “best new artist” með teen spirit á MTV verðlaununum árið ´92.
Nú ætla ég að fara að fordæmi annara og fara í gegnum lögin á disknum.
1. Smells Like Teen Spirit (Kurt,Dave,Krist)
Hvað getur maður sagt, nátturulega bara besti rokksmellur allra tíma. Einnig lang vinsælasta lagið þeirra. Textinn í laginu er einhvers konar niðurlæging á fyrrverandi vinkonu Kurts, en einhvern tímann skrifaði þá hún á vegginn í herberginu hans “Kurt smells like teen spirit” En teen spirit var og er svitalyktareyðir. Kurt fannst þetta frekar barnalekt uppátæki og samdi þennan texta. Stúderið aðeins textann í laginu þá vitið þið sennilega hvað ég er að tala um. Einhvern tímann var sagt nú um daginn að þetta eina lag væri stærra en allt það sem Dave Grohl er búinn að gera og yrði það alltaf.
Einkunn: 10
2. In Bloom (Kurt Cobain)
Kurt samdi þetta lag um besta vin sinn, sem síðar keypti byssuna fyrir hann sem hann skaut með. Þetta lag er tær snilld.
Einkunn: 9
3. Come As You Are (Kurt Cobain)
Þetta lag er ódauðlegt. Það er ekki hægt að segja að þetta sé lélegt lag. Einhvern tímann var Nirvana kærðir af einhverjum gaurum vegna lagastuldur útaf laginu. En Nirvana vann málið.
Einkunn: 9,5
4. Breed (Kurt Cobain)
Upphaflega hét þetta lag Imodium og var samið af Kurt ´89. En fékk svo nafnið Breed áður en það var sett inn á Nevermind. Mjög gott lag sem fílar allaf meira og meira eftir því hve maður hlustar oft á það.
Einkunn: 8,5
5. Lithium (Kurt Cobain)
Árið ´90 samdi Kurt þetta lag meðan hann bjó hjá fjölskyldu vinar síns. Þetta lag telja margir besta Nirvana lagið. Algjör snilld.
Einkunn: 9,5
6. Polly (Kurt,Dave,Krist)
Polly er bara Polly. Lag sem maður hlustar á ef maður vill slappa af. Gott lag en að mínu mati slakasta lagið á disknum.
Einkunn: 8
7. Teritorial Pissings (Kurt Cobain)
Frábært lag. Þvílíkur smellur sem erfitt er að fá nóg af. Þetta lag átti að vera svona “flippaða” lagið á disknum svona eins og Tourette´s var á In Utero disknum.
Einkunn: 9
8. Drain You (Kurt Cobain)
Vá! þetta er gott lag. Kurt samdi þetta lag árið 1990. Þetta lag var í miklu uppáhaldi hjá hljómsveitinni og þá aðalega Kurt. Kurt sagði svo síðar meir að ef þetta lag hefði orðið jafn vinsælt og Teen Spirit hefði þetta ekki verið í jafn miklu uppáhaldi eins og raun bar. Hann sagði einnig að hann fengi aldrei nóg af því að spila þetta lag og elska textann í því. Mínu mati besta Nirvana lagið.
Einkunn: 10
9. Lounge Act (Kurt Cobain)
Þetta lag samdi Kurt um fyrrverandi kærustuna sína. Þeir spiluðu þetta lag ekkert ýkja oft á tónleikum því hann vildi ekki gera henni það til geðs. Virkilega gott lag.
Einkunn: 9
10. Stay Away (Kurt Cobain)
Þetta lag hét “pay to play” þegar Chad Channing barði á trommurnar fyrir Nirvana. En nafninu svo breytt í Stay Away síðar meir. Mjög gott lag.
Einkunn: 9
11. On A Plain (Kurt Cobain)
Smellur. Frábært lag sem sýnir hversu ótrúlega góður laga og textasmiður Kurt var. Textinn fjallar um fyrstu kynni sín við eiturlyfin sem síðar áttu eftir að ganga frá kalllinum. Svo sagði hann líka ógleymanlega í þessu lagi “I love myself better than you”
Einkunn: 9,5
12. Something In The Way (Kurt Cobain)
Kurt samdi þetta árið 1990. Lagið fjallar um það þegar hann hékk undir brúnni og varði miklum tíma unglingsáranna þar. Einhvern tímann sagði Kurt að hann hafði búið undir brúnni, en það var bara eitt af mörgu bulli sem Kurt sagði við fjölmiðla. En Krist sagði í viðtali síðar að Kurt hefði aldrei átt heima þar, brúin hefði bara veri svona “hang out place” hjá Kurt og félugum hans.
Þetta lag er algjör snilld. Rólegt og grípurmann við fyrtsu heyrn.
Einkunn: 8,5
(13) aukalag á disknum. Endless,Nameless (Kurt,Dave,Krist)
Þetta lag varð til þegar Nirvana klúðruðu Lithium einhvern tímann á Tónleikum. Lagið var oftar en ekki notað til þess að enda tónleika. Þegar Kurt tók stundarbrálæðin og eyðilaggði allt sem fyrir honum var. Ætli ég láti ekki aðra bara um að gefa þessu lagi einkunn. Ekki besta lagið þeirra enda átti þetta aldrei að vera eitthvað þvílíkt vinsælt lag, heldur bara eitthvað flipp að tónleikum loknum.
….Jæja þá er maður búinn að rekja hvert og eitt einasta lag á þessum disk. Besti diskur allra tíma ? það finnst mér allavega og þér ætti líka að finnast það. Ef þú átt hana ekki mæli ég eindeigið með því að þú splæsir henni á þig. En eingöngu ef þú hefur áhuga á góðri tónlsit.
Látið nú skoðanir ykkar í ljós !