Pixies er nafn sem að líklega flestir kannast við þó að fáir geti nefnt mörg lög með þeim. Þessi eiturhressa nýbylgjusveit býr yfir miklum krafti og frumleika fram yfir flest önnur bönd. Hér ætla ég að dæma bestu plötu þeirra að mínu mati, Doolittle, en það eru nokkur ár síðan hún kom út.
1 Debaser 2:53- Platan byrjar á flottu bassa intrói hjá bassaleikaranum Kim Deal og svo tekur hraður gítarleikur við. Þetta er mjög gott lag, eitt það besta á disknum og þó að ég eigi bágt með að skilja textann fullkomlega.
2 Tame 1:55- “Hips like cindarella” er upphafslínan í þessu lagi sem er mjög stutt eins og flest pixies lög. Bassi og trommur eru einu hljóðfærin í versinu og er það nokkuð flott, þó að viðlagið heppnist ekki fyrr en rythminn breytist og söngur Kim kemur inn í.
3 Wave of Mutilation 2:04- Þetta er eitt af mínum uppáhalds pixeis lögum. Það er góð melodía í því og flottur texti. Viðlagið passar vel inn í og ég hef í rauninni ekkert út á þetta lag að setja.
4 I bleed 2:34- Þetta lag fannst mér frekar lélegt fyrst, sennilega vegna þess hversu óvenjulegt það er, en eftir mikla spilun þá hef ég lært að meta það. Þetta er líka fyrsta lagið sem að lead gítarleikari Joey Santiago lætur vel í sér heyra.
5 Here comes your man 3:21- Hér er á ferðinni lag sem að allir eiga að þekkja. Það byrjar með töff gítar riffi Santiagos sem er nánast gegnum gangandi í laginu. Þetta lag er í pínu 60's stíl, sem er ekkert nema kostur :)
6 Dead 2:21- Þetta er fyrsti veiki punkturinn í á plötunni. Það er ekki flott fyrr en rúmlega ein mínúta er liðinn af því og þá kemur grípandi viðlag inn í.
7 Monkey gone to heaven 2:57- Þetta er líka lag sem að margir kannast við. Það er flott hvernig söngvararnir tveir blanda söng sínum saman og syngja þennan líka frábæra texta.
8 mr Grives 2:05- Talandi um frábæra texta, því næst á eftir kemur lagið mr Grives. Lagið byrjar á svona “reggílegan” hátt og svo kemur hratt tempó við það
9 crackity Jones 1:24 Þetta lag dregur plötuna líka eilítið niður að mínu mati. Lagið heldur nokkurn veginn sama hraða tempóinu allan tíman og söngvarinn syngur eins og brjálæðingur í því.
10 La la love you 2:43- Svaka trommur opna þetta lag enda ekkert skrítið þar sem að trommarinn er aðal söngvarinn. Þetta er voða svona “easy going” lag, textinn er eiginlega bara I love you og svona, ekkert spes við það.
11. Number 13 baby 3:51- Þetta lag er hálf leiðinlegt en það hefur sammt það sem að öll pixies lög hafa að það er er voða þægilegt spilun í því, Ég hefði nú sammt haft það nr.13
12. There goes my gun 1:49- There goes my gun er eitt af betri lög þessar plötu og innihledur lag ansi flott vestra gítarsóló og skemmtilegt viðlag.
13. Hey 3:31- Ég sver það, það er eins og Black Francis sé drukkinn þegar hann syngur þetta lag, þó að það sé mjög einfalt lag þá er heppnast það ágætlega.
14 Silver 2:25- Þetta lag er merkilegt fyrir það leiti að trommarinn spilar á bassa og bassaleikarinn á slide gítar. Það gerir það að verkum að lagið er allt öðruvísi en önnur lög, sem er kannski ekkert svo nýtt hjá pixies, en það heppnast vel þarna.
15 Gouge Away 2:45- Rosalega gott lag hér á ferð sem hefur mikil áhrif á mann þegar maður heyrir það fyrst. Góður bassaleikur og vel sungið. Frábær endir á fyrirtaks plötu.
Ég ætla að gefa þessari flötu 9/10 þar sem að hún byrjar frábærlega en fer svo niður á við á milli. Svo rífur Gouge away hana aftur upp og útkoman er sem skyldi. Heilsteipt plata sem allir sem vilja upplifa byrjun 10. áratugarins aftur að fjárfesta í þessari.