Jæja, mikið var nú gott að fá sína uppáhaldshljómsveit á kalda klakann og rokka í höllinni.

Verst var bara að þetta voru alveg skelfilega slappir tónleikar, svona miðað við það sem ég hafði sem betur fer orðið vitni að áður.

Ég hafði nefnilega verið á Wembley þann 27.nov síðastliðinn og þar upplifði ég kraft og stemmningu MUSE betur og öflugar en ég hafði gert mér vonir um.

En hvað var það sem fór svona úrskeiðis í höllinni? Kannski er þetta ekkert sambærilegt wembley vs. höllin og ég því ekki dómbær á þetta. En samt, nú hafa margir kvartað yfir því að sviðið í höllinni hafi verið of lágt og þar er ég 100% sammála. Þetta svið hefði verið um 5 metrum of lágt enda sá maður bara brot af því sem gerðist uppi á sviðinu.
Annað sem skorti algerlega í höllinni var almennilegur kraftur í hljóðkerfinu.

Semsagt soundið var slapt. Þegar maður fer á rokktónleika þá vill maður ROKKA!! Á áðurnefndum wembleytónleikum fann maður hverja frumu og bein líkamans titra á köflum.. og er það góð tilfinning.

Kannski hafi þeir bara verið slappir, eithvað las ég um meint veikindi MUSE manna enda var nákvæmlega ekkert sérstakt við þessa tónleika ekki sem ég gat séð eða heyrt allavega.

Ég vil þó helst kenna aðstæðunum um því höllin er hreint skelfileg aðstaða til að bjóða svona flottum tónlistarmönnum uppá, því MUSE eru sannarlega snillingar og spiluðu sitt prógram á sama hátt og á wembley. Óaðfinnanlega. Þeir voru ekkert persónulegri eða ópersónulegri en áður og kláruðu bara sitt dæmi og enduðu það með risablöðrum ;)

Að lokum: Þar sem MUSE eru langt frá því að deyja vil ég benda öllum sönnum MUSE aðdáendum að safna sér í MUSE sjóð og skella sér á næstu MUSE tónleika sem þeir taka á almennulegu venue!