Nirvana - Hormoaning Af stað er komið Nirvana flóð og ætla ég að halda því gangandi
Einhvað hefur verið rætt um diskinn Hormoaning, þannig að ég ákvað að taka hann úr hillunni og skella honum í græjurnar.

Hormoaning var gefinn út í Janúar 1991 aðeins í Ástralíu og Japan á milli Nevermind og Incesticide.

1. Turnaround [Mark Mothersbaugh og Gerald V. Casale]
Þetta lag er mjög gott, Kurt breytir röddinni svolítið og kemur það mjög vel út. Eftir að lagið kom á Hormoaning var svo ákveðið að setja það á Incesticide
7/10

2. Aneurism / Aneurysm [Kurt Cobain, Chris Novoselic og Dave Grohl]
Algjör snilld þetta lag, róæeg byrjun, í fyrstu ekki svona alveg í anda Nirvana en breytist síðan þegar líður á lagið.
Þetta lag var einnig ákveðið að setja á Incesticide
8/10

3. D-7 / Dementia-7 [Greg Sage og The Wipers]
Byrjar rólega og frekar svona niðurdrepandi, síðan breytist hraðinn og verður þá að mjög flottu lagi. Ekki fór þetta lag á neinn annan disk.
6.5/10

4. Son of a gun [Eugene Kelly og Frances McKee]
Mér hefur alltaf fundist þetta lag ótrúlega flott og finnst það enn. Það er nú svolítið líkt allan tíman sem gerir það að verkum að það virðist stutt. Lagið var sett á Incesticide
8.5/10

5. Even in his youth [Kurt Cobain]
Þetta lag er snilld og aftur snilld. Talandi um lag sem er líkt allan tíman, þá á það eiginlega frekar við þetta lag. En þetta er ótrúlega gott lag, ég fékk það á heilann í fyrsta skipti sem ég heyrði það. Flott sólo þrátt fyrir að það sé stutt og kraftlítið. Af einhverjum ólýsanlegum ástæðum var þetta ekki sett á neinn disk.
9.5/10

6. Molly´s lips [Eugene Kelly og Frances McKee]
Enn eitt cover lagið, mjög flott lag. Svipað og Son og a gun, (enda eru sömu höfundar) Stutt lag en mjög flott.
Var því bætt inn á Incesticide.
7/10


Eins og sjá má þá eru 4 lög af 6 cover lög, Nirvana náði að flytja lögin mjög vel, þótt ég hafi nú ekki heyrt útgáfu þeirra sem sömdu og fluttu þetta fyrst.

Afsaka stafsetningavillur, ef einhverjar eru.

Hearns ég vona að þú fyrirgefir mér einhverntíman fyrir smá uppsetningarstuld. Uppsetningin á þinni grein var flott.

Takk fyrir mig

Kv. Einar “chong”