Nirvana - In Utero In Utero er 4 plata Nirvana(Fimmta ef Hormoaning er talinn með, en sá diskur kom aðeins út í Japan). Ég hef alltaf túlkað sem þessi diskur er svona Tribute til Cortney Love. Lesiði textana og þið fattið.

1. Serve The Servants(Cobain) 3:34
Aldrei dæma lög eftir intróinu á því. Það hef ég lært með þetta lag. Lagið er í rólegri kantinum, lagið er ágætis lag, en ekki alveg þessi Nirvana sem ég er búinn að venjast. 8/10

2. Scentless Aprentice(Cobain/Novoselic/Grohl) 3.47
Öhhhh. Þetta lag er það leiðinlegasta á disknum að mínu mati. Langdregið og leiðinlegt í eiginlega alla staði, það er þessi hrái hljómur sem kemur sem mér finnst vera sæmilegt. Þetta lag hefði mátt vera svona helmingi styttra. 5/10

3. Heart-Shaped Box(Cobain) 4.39
Vá, þetta lag er rosalegt. Lagið er spilað á drop d stillingu. INtroið er æðislegt, melódían meðan hann syngur er rosaleg. Svo rokkar hann upp í viðlaginu, sólóið er stutt en það kemur ekki að sök. Meistaraverk 10/10

4. Rape Me(Cobain) 2:49
Samið um ofspilun Smells Like Teen Spirit, enda svipar introinu smá til þess. Ekkert sóló, mér finnst það alltaf smá galli, lagið er flott en textinn finnst mér hálf einfaldur eitthvað. 9.5/10'

5. Frances Farmer Will Have Her Revenge on Seattle(Cobain) 4:07
Introið er spilað Palm Muted, og stuttu seinna kemur svö söngur frá Meistara Kurt í bland við þessi Magnarahljóð hans. Tromurnar áður en viðlagið byrjar eru líka snilld. Ég hef alltaf túlkað textann sem eitthvað til Courtneyar, þarsem hún var í kjól af Frances Farmer við giftingu. Snilldar lag í alla staði 10/10

6. Dumb(Cobain) 2:29
Þetta lag er með rólegri lögum sem ég hef heyrt Nirvana spila(ásamt Where Did You Sleep last night). Sellóið sem er undir gerir lagið helmingi melódískara. Kurt er með einhverja “englarödd” í laginu, hún er róleg. Kurt hefði nú geta gert gott sóló undir. 10/10

7.Very Ape (Cobain) 1:55
Fínasta lag, og introið er það sama og Prodigy stálu í lagið Voodoo People. Lagið er samt frekar stutt, en fínt. 8,5/10

8. Milk It (Cobain) 3:52
Þetta lag finnst mér hljóma mest einsog Nirvana á Bleach tímabilinu, hrár hljómut, keðjureykt rödd Kurts eru einkenni þessa lags. Sólóið er samt heldur dauft og það finnst mér galli. Skiptir samt ekki miklu máli. 8.5/10

9. Pennyroyal Tea(Cobain)3:36
Rólegt lag til að byrja með og þetta er svona lag sem maður dæmir smá af byrjuninni. Kurt syngur alveg einstaklega þarna, í öllu laginu. Þetta er eitt af fjórum meistarastykkjum plötunnar. 10/10

10. Radio Friendly Unit Shifter (Cobain) 4:49
Týpiskt Grunge Lag. Introiði er skrýtið, hrátt en flott samt. Magnarahljóðin eru ekki langt undan. Rosalegt lag í alla staði brúín í laginu er svo flott að ég gæti ælt. 9,7/10

11. Tourettes (Cobain) 1:33
Þetta lag var bara eitthvað flipp hjá þeim. Það er ekki neinn texti við lagið, í bæklingnum í disknum stendur bara Cufk, Tish, Sips(ruglað Fuck This Piss). Ágætt lag, en óskiljanlegur sngur hjá Kurt og lagið er hálfgert bull 8/10

12. All Apologies(Cobain) 3:50
Introið er líka á drop d gítar einsog í Heart Shaped Box. Lagið er seinasta meistarastykki plötunnar, sellóið sem kemur undir er flott og viðlagið er rokkað upp og flott. 10/10

13. Gallons of rubbing alcohol flowing through the Strip(Cobain/Novoselic(Grohl) 7:33
Örugglega lengsta lag Nirvana. byrjunin er alveg sæmileg, en er bara of lengi. Söngurinn kemur svo, sem er ekkert rosalegur, mér finnst Kurt eiga að geta gert betur. Trommurnar koma svo við viðlagið massa flottar og þá beitir Kurt röddinni á alla staði sem Grungeari. Frekar leiðinlegt lag eitthvað, sólóið og viðlagið bjarga laginu frá meðalmennsku…… 7,5/10

Þessi plata finnst mér næstbesta plata Nirvana, Bleach er langbest, og þessi er samt stórt stökk í tónlistinni frá Nevermind. Ljúfar melódíur í bland við Kurt að reykja og gera Grunge hljóð, gerir þennan disk að þróaðasta disk nirvana tónlistarlega séð. Ég gef honum 9 af 10