Góðann daginn rokk aðdáendur!
Ég skil ekki afhverju ég er ekki búinn að skrifa niður nokkra punkta um þessa hljómsveit fyrr en við félagarnir ætluðum okkur alltaf að skrifa grein hér á Huga.is þegar við kæmum heim af Hróaskeldu eftir að hafa orðið vitni að einhverjum rosalegustu tónleikum sem við höfum farið á og einhverjum mesta troðning sem ég hef lent í þegar ég var að kaupa diska með þeim í bás sem var við hliðina á sviðinu. Mér var litið aftur fyrir mig þegar ég hélt að allt tjaldið væri komið fyrir aftan mig en það voru ekki yfir tíu manneskjur fyrir aftan mig með allan þennan troðning. Ótrúlegt!
Einn okkar benti á að ef Metallica væri ekki Metallica þá væru þetta lang bestu tónleikar hátíðarinnar (hans orð ekki mín =) ). Mikill sanleikur þar á ferð þó að þetta hljómi örlítið skringilega en við skildum hann fullkomlega.
Einn vinur minn var búinn að safna saman lögum með nokkrum hljómsveitum (allt löglegt þar á ferð enda lög sem voru á heimasíðum hljómsveitana) sem við höfðum ekki heyrt í og við vissum að myndu vera á Hróaskeldu. Við vorum allir strax sammála að Electric Eel Shock (EES héðan í frá) væri band sem við yrðum að sjá eftir að hafa hlustað á nokkur lög og lesið okkur til um þá á heimasíðu þess.
Það eru ekki miklar upplýsingar um hvernig bandið var stofnað eða hver stofnaði það á heimasíðu þeirra en en bandið samanstendur af þrem létt poppuðum Japönum sem heita:
Aki Morimoto ? Gítar & Söngur
Kazuto Maekawa - Bassi
Tomoharu ‘Gian’ Ito ? Trommur
EES var stofnuð árið 1997 (ekkert nákvæmara en það) og eftir því sem ég get í fljótu bragði séð á heimasíðu þeirra gerðu þeir ursla í bílskúrsbanda senunni í Japan með ?super-charged live performances? (smá c/p :) íslenskan hefði ekki hljómað eins cool) og fóru svo til USA.
Ég ætla bara að leyfa fólki sjálfu að lesa sig til um bandið á heima síðu þeirra í stað þess að vera reyna að skálda eitthvað bull hérna.
Mig langaði aðeins til að minnast á þessa ?super-charged live performances? þeirra því að fara á tónleika með þeim er svo langt um meiri upplifun en að hlusta á diskana. Þetta er 100% live band. Diskanir eru kannski ekki þeir best pródúseruðu í heimi en ímyndið ykkur bara þrjá Japani á sviði. Gítarleikarinn með ekta afro og Gibson Flying V gítar og ótrúlega góður á hljóðfærið, bassaleikarinn ?. hmmm bara rokkari í hnotskurn og síðast en ekki síst trommarinn. Labbar út á sviðið alsber fyrir utan langann sokk sem hangir á félaganum og nær nánast niður í gólf með smá lóð í endanum. Nei, kæru lesendur, það er ekki búið enn. Ásamt því að notast við sokkinn annað slagið við að berja á simbalana þá notar ekki tvo heldur fjóra trommukjuða!!! Ef þetta er ekki rokk þá veit ég ekki hvað.
Stúlka sem ég kannast við sendi þeim e-mail og spurði þá hvort þeir væru ekki til í að koma til Íslands að spila og hún fékk sent til bara svar um að þeir væru alveg til í það en spurðu hana hvert þeir ættu að snúa sér í þeim efnum og hún var ekki lengi að benda þeim á Airwaves hátíðina. Ég ætla svo sannarlega að vona að þeir komi hingað svo landinn geti orðið vitni af þessu fyrirbæri. Þeir eru að fá ótrúlega góða dóma í erlendum fjölmiðlum t.d. í Kerrang fá þeir 5 K fyrir tónleika sína.
Nánar um ritdóma hér: http://www.electriceelshock.net/DisplayPage.asp?pageid= 34
Plötur:
Maybe… I think We Can Beat Nirvana!? (1997)
Live Punctured (1998)
Slayers Bay Blues (1999)
Go America! (2002)
EES heimasíðan: http://www.electriceelshock.net/
MP3?s og Video: http://www.electriceelshock.net/DisplayPage.asp?pageid= 32
Öll lögin eru af nýjustu plötu þeirra Go America! sem er besta platan.
P.S.
Bara að minna á: cd version x 100 í 25. veldi = EES LIVE!!! :)
Takk fyrir mig.
Vona að þið tékkið á þessu bandi.